Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 11:34 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, (2.f.v.) vildi ekki skrifa upp á að kolagreftri yrði hætt í sameiginlegri yfirlýsingu ráðstefnu Kyrrahafsríkja. Vísir/EPA Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull. Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull.
Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira