Craig: Einn besti leikur Íslands síðustu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 18:16 Íslenska liðið þurfti sigur í dag og þeir skiluðu sigri vísir/daníel Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Körfubolti Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands.
Körfubolti Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira