Róbert hættir hjá HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 12:27 Róbert Geir Gíslason hefur starfað hjá HSÍ í rúma tvo áratugi. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“ HSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“
HSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira