Körfubolti

Njarð­víkingar semja við öðru­vísi Kana

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Brandon Averette kemur í stað Khalil Shabazz.
Brandon Averette kemur í stað Khalil Shabazz.

Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. 

Brandon útskrifaðist úr Bingham Young háskólanum í Bandaríkjunum árið 2021 og hefur síðan þá spilað á Kýpur, í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Lúxemborg.

Hann mun leysa Khalil Shabazz af hólmi sem leikstjórnandi og bandarískur leikmaður liðsins, eftir að Khalil samdi við Grindavík í síðasta mánuði.

„Það var löng leit af rétta leikstjórnandanum sem endaði með Brandon Averette, sem tikkar í öll boxin sem ég var að reyna tikka í.

Hann er virkilega hraður og sterkur bakvörður sem á að stjórna okkar leik þetta tímabilið og finna þetta gullna jafnvægi í því að finna sín skot á sama tíma og hann matar liðsfélagana sína.

Við vorum kannski að leita að aðeins öðruvísi leikmanni en við vorum með í fyrra og trúum að Brandon muni leysa þetta hlutverk og spila sig inní hjörtu Njarðvíkinga á næstu vikum,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkurliðsins í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Njarðvík endaði í þriðja sæti Bónus deildarinnar á síðasta tímabili en datt út í átta liða úrslitum eftir 3-1 tap í einvígi gegn Álftanesi. 

Í gærkvöldi greindi Njarðvík líka frá því að félagið hafði samið við Bóas Orra Unnarsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×