U20 ára landslið kvenna tapaði sínum fyrsta leik í B-deild Evrópumótsins sem fer fram í Kósóvó í vikunni en liðið tapaði fyrir Króatíu í dag, 76-55.
Króatar byrjuðu vel og voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og staðan í hálfleik var svo 37-27, Króötum í vil.
Áfram héldu króatísku stelpurnar góðum tökum á leiknum í síðari hálfleik. Sigurinn aldrei í hættu og lokatölur 76-55 sigur Króatíu.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði fimmtán stig fyrir Ísland og var stigahæst en að auki tók hún fjögur fráköst. Þóranna Kika Hodge-Carr gerði tólf stig og Birna Benónýsdóttir sjö.
Þjálfari liðsins er Pétur Már Sigurðsson en næsti leikur liðsins er gegn Ísrael á mánudaginn.
Erfitt gegn Króatíu í fyrsta leiknum á EM
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti



Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti