Margrét fékk krabbamein en náði samt að klára FECC fyrst íslenskra kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 12:00 Margrét Sturlaugsdóttir þegar hún var að þjálfa Breiðablik. Hún varð að hætta með liðið vegna veikinda sinna. Vísir/Daníel Þór Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það. Körfubolti Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það.
Körfubolti Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira