Áhrif Megan Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Donald Trump varð heldur viðskotaillur þegar Megan sagðist ekki myndu þiggja boð í Hvíta húsið og tísti á Twitter að hún þyrfti nú að vinna fyrst. Þessi svipur segir framhaldssöguna. Mynd/Getty Megan Rapinoe og liðsfélagar hennar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Hollandi, hún var valin besti leikmaður mótsins og varð einnig markahæst en hún skoraði sex mörk á mótinu. Þetta er í fjórða sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur heimsmeistaratitilinn. Megan er 34 ára gömul og hefur leikið fyrir sjö félagslið í þremur heimsálfum. Hún er glaðlynd baráttukona sem hefur barist ötullega fyrir jöfnum kjörum karla og kvenna í fótbolta og mannréttindum hinsegin fólks. Mesta athygli hefur hún vakið fyrir að standa uppi í hárinu á Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég ætla ekki í fjandans Hvíta húsið,“ sagði hún í júnímánuði spurð hvort hún væri spennt fyrir heimsókn þangað. Í viðtali á CNN horfði hún beint í myndavélina og talaði til forsetans: „Skilaboð þín útiloka fólk. Þú útilokar mig, þú útilokar fólk sem lítur út eins og ég, þú útilokar litað fólk og þú útilokar jafnvel fólk sem styður þig,“ sagði hún. „Þú dásamar tímabil sem var ekki frábært fyrir alla – það var kannski frábært fyrir nokkra útvalda og kannski eru Bandaríkin frábær fyrir nokkra einstaklinga núna, en þau eru það ekki fyrir alltof marga Bandaríkjamenn.“Megan og kærasta hennar, Sue Bird, í Seattle snemma á árinu. nordicphotos/GettyMegan og liðsfélagar hennar ákváðu einnig að beita hörðu og lögsækja bandaríska knattspyrnusambandið vegna launamisréttis. Kvennalandsliðinu hefur gengið mun betur en karlalandsliðinu þar í landi en þrátt fyrir það fá karlarnir mun meiri peninga frá bandaríska knattspyrnusambandinu. Þetta þykir Megan og félögum hennar eðlilega hið megnasta óréttlæti. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konum 38% af því sem það borgar körlunum og ekki er hægt að beita rökum sem algeng eru sem réttlæting fyrir misréttinu víða um heim, sem er minna áhorf og minni tekjur. Því velgengni kvennanna skilar sambandinu milljón dollurum meira í tekjur. Bandarísku þingkonurnar Dianne Feinstein og Patty Murray notuðu tækifærið eftir sigur landsliðsins og lögðu fram frumvarp um sanngjörn laun íþróttafólks. Verði það samþykkt verður það ólöglegt hjá bandarískum íþróttasamböndum að mismuna eftir kyni. Megan hefur einnig beint spjótum sínum að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA og gagnrýnt það að heildarfjárhæðin sem lið í karlaflokki fengu fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu var 400 milljónir dollara en lið í kvennaflokki fengu aðeins tæpar 30 milljónir dollara. Landsliðskonur fylktu liði á Manhattan í vikunni og fögnuðu með íbúum New York og þar hélt Megan ræðu sem vakti athygli um allan heim því hún bað fólk um að sýna samstöðu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og lífsstíl. „Þetta er mitt ákall til allra, við verðum að gera betur. Við verðum að elska meira, hata minna. Við verðum að hlusta meira og tala minna. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ábyrgð okkar allra.“ Í kjölfarið skrifaði Andrew Mark Cuomo, ríkisstjóri New York, undir frumvarp um sömu laun fótboltafólks í New York-ríki. Laun knattspyrnukarla- og kvenna verði héðan í frá jöfn. „Það eru engin rök fyrir því hvers vegna konurnar eru með lægri laun en karlarnir. FIFA og bandaríska knattspyrnusambandið hafa komið illa fram við landsliðskonurnar,“ sagði hann í ræðu sinni. Bandaríkin Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Megan Rapinoe og liðsfélagar hennar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Hollandi, hún var valin besti leikmaður mótsins og varð einnig markahæst en hún skoraði sex mörk á mótinu. Þetta er í fjórða sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur heimsmeistaratitilinn. Megan er 34 ára gömul og hefur leikið fyrir sjö félagslið í þremur heimsálfum. Hún er glaðlynd baráttukona sem hefur barist ötullega fyrir jöfnum kjörum karla og kvenna í fótbolta og mannréttindum hinsegin fólks. Mesta athygli hefur hún vakið fyrir að standa uppi í hárinu á Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég ætla ekki í fjandans Hvíta húsið,“ sagði hún í júnímánuði spurð hvort hún væri spennt fyrir heimsókn þangað. Í viðtali á CNN horfði hún beint í myndavélina og talaði til forsetans: „Skilaboð þín útiloka fólk. Þú útilokar mig, þú útilokar fólk sem lítur út eins og ég, þú útilokar litað fólk og þú útilokar jafnvel fólk sem styður þig,“ sagði hún. „Þú dásamar tímabil sem var ekki frábært fyrir alla – það var kannski frábært fyrir nokkra útvalda og kannski eru Bandaríkin frábær fyrir nokkra einstaklinga núna, en þau eru það ekki fyrir alltof marga Bandaríkjamenn.“Megan og kærasta hennar, Sue Bird, í Seattle snemma á árinu. nordicphotos/GettyMegan og liðsfélagar hennar ákváðu einnig að beita hörðu og lögsækja bandaríska knattspyrnusambandið vegna launamisréttis. Kvennalandsliðinu hefur gengið mun betur en karlalandsliðinu þar í landi en þrátt fyrir það fá karlarnir mun meiri peninga frá bandaríska knattspyrnusambandinu. Þetta þykir Megan og félögum hennar eðlilega hið megnasta óréttlæti. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konum 38% af því sem það borgar körlunum og ekki er hægt að beita rökum sem algeng eru sem réttlæting fyrir misréttinu víða um heim, sem er minna áhorf og minni tekjur. Því velgengni kvennanna skilar sambandinu milljón dollurum meira í tekjur. Bandarísku þingkonurnar Dianne Feinstein og Patty Murray notuðu tækifærið eftir sigur landsliðsins og lögðu fram frumvarp um sanngjörn laun íþróttafólks. Verði það samþykkt verður það ólöglegt hjá bandarískum íþróttasamböndum að mismuna eftir kyni. Megan hefur einnig beint spjótum sínum að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA og gagnrýnt það að heildarfjárhæðin sem lið í karlaflokki fengu fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu var 400 milljónir dollara en lið í kvennaflokki fengu aðeins tæpar 30 milljónir dollara. Landsliðskonur fylktu liði á Manhattan í vikunni og fögnuðu með íbúum New York og þar hélt Megan ræðu sem vakti athygli um allan heim því hún bað fólk um að sýna samstöðu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og lífsstíl. „Þetta er mitt ákall til allra, við verðum að gera betur. Við verðum að elska meira, hata minna. Við verðum að hlusta meira og tala minna. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ábyrgð okkar allra.“ Í kjölfarið skrifaði Andrew Mark Cuomo, ríkisstjóri New York, undir frumvarp um sömu laun fótboltafólks í New York-ríki. Laun knattspyrnukarla- og kvenna verði héðan í frá jöfn. „Það eru engin rök fyrir því hvers vegna konurnar eru með lægri laun en karlarnir. FIFA og bandaríska knattspyrnusambandið hafa komið illa fram við landsliðskonurnar,“ sagði hann í ræðu sinni.
Bandaríkin Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira