Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 31. mars 2025 17:00 Anna Þóra Baldursdóttir býr ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu í Kenía. Í kaótískri höfuðborg Kenía, Naíróbí, býr Anna Þóra Baldursdóttir ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu Henný. Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Anna Þóra er 36 ára og hefur undanfarin sjö ár rekið Haven Rescue Home, heimili fyrir innfæddar unglingsmæður og börn þeirra. Hún vinnur magnað starf fyrir stóran hóp af stúlkum sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið barnshafandi á unglingsaldri og hefðu átt litla möguleika á að halda börnum sínum og mennta sig ef ekki væri fyrir starfsemi eins og þá sem Anna Þóra rekur. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Önnu Þóru til Naíróbí fyrir lokaþáttinn af Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kemur fram að Anna Þóra rekur heimilið að langmestu leyti á styrkjum frá Íslendingum sem fylgjast með starfi hennar á samfélagsmiðlum. En ýmsir gætu furðað sig á því - að hún þarf ekki nema 5-600 þús. krónur á mánuði til að halda heimilinu gangandi. Þegar Lóa heimsótti hana bjuggu 12 stúlkur og 10 börn á heimilinu, auk þeirra mæðgna og hún var með 7 starfsmenn. Fyrir þessa upphæð fæðir hún allt þetta fólk, borgar skólagjöld fyrir stúlkurnar (og fleiri) og rekur líka leikskóla fyrir börn í hverfinu. „Launakostnaður er náttúrlega fáránlega lítill í Kenía, meðallaun eru 10-15 þúsund krónur,“ segir Anna Þóra og viðurkennir að hún taki ekki mikið til sín. „Ég bý hér frítt, ég borða hér eiginlega alla daga, nema ég borða kvöldmat heima, þannig að launin mín eru bara svona benefits. Svo fæ ég meðlag með barninu mínu og það borgar skólagjöldin hennar. Við þurfum ekkert mikið meira,“ segir hún og bendir á kjólinn sinn sem kostaði 100 krónur í verslun með notaðan fatnað í Naíróbí. Ekkert betra líf á Íslandi sem einstæð móðir „Auðvitað hef ég annað slagið áhyggjur, ég er ekki að borga í lífeyrissparnað eða safna réttindum á meðan ég er hér. Þannig að annaðhvort þarf ég að fara að borga mér laun hér á næstu árum eða þá að ég fari bara heim að vinna. En svo kannski bíður mín ekkert mikið að vera einstæð móðir á leigumarkaði á Íslandi, ég er ekkert viss um að ég hefði það neitt mikið betra en ég hef það hér,“ segir hún - eins og sést í meðfylgjandi broti úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía Síðan Lóa og Sigurður Már myndatökumaður heimsóttu Önnu Þóru til Kenía hafa aðstæður í lífi hennar breyst. Vegna veikinda náins aðstandanda á Íslandi hafa þær mæðgur dvalið á Íslandi undanfarna mánuði og Amelía gengur núna í skóla á Íslandi og Anna Þóra er í hlutastarfi á leikskóla á milli þess sem hún aðstoðar fjölskylduna í veikindunum. En hún ætlar út aftur til Kenía - um leið og hún getur. Hægt er að styrkja starfsemi Önnu Þóru á heimasíðu samtakanna: havenhome.is. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Íslendingar erlendis Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira