Lífið

VÆB-bræður fyrstir á svið í Euro­vision

Atli Ísleifsson skrifar
VÆB-bræður flytja framlag Íslands í Eurovision í ár.
VÆB-bræður flytja framlag Íslands í Eurovision í ár. Vísir/Hulda Margrét

Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí.

Frá þessu var greint fyrir í helgi, en áður hafði verið greint frá því að framlag Íslands yrði í fyrri hluta fyrra undanúrslitakvöldsins.

Auk framlags Íslands verður framlag Póllands, Slóveníu, Eistlands, Úkraínu, Svíþjóðar, Portúgals, Noregs, Belgíu, Aserbaídsjans, San Marínó, Albaníu, Hollands, Króatíu og Kýpur flutt á fyrra undanúrslitakvöldinu. Tíu af lögunum fimmtán mun komast áfram á úrslitakvöld keppninnar.

Auk þess verða framlög Spánar, Ítalíu og Sviss einnig flutt á sviðinu á fyrra undanúrslitakvöldinu, en þau eru í hópi þeirra laga sem eiga sjálfkrafa rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu – Spánn og Ítalía í krafti fjárframlaga til EBU, en Sviss þar sem landið bar sigur úr býtum í keppninni í fyrra.

Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram þriðjudaginn 13. maí. Seinna undanúrslitakvöldið fer svo fram fimmtudaginn 15. maí og sjálft úrslitakvöldið laugardaginn 17. maí. Keppnin fer fram í St Jakobshalle í Basel. Alls taka 37 lönd þátt í keppninni í ár.


Tengdar fréttir

Danir senda annan Færeying í Eurovision

Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.