Erlent

Borða veganpylsur á 4. júlí og sleppa áfenginu

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Veganborgari á þjóðhátíðarhlaðborði í Bandaríkjunum.
Veganborgari á þjóðhátíðarhlaðborði í Bandaríkjunum. vísir/Getty
Sala á vegan-pylsum, glútenfríu snakki og grænmetishamborgurum sem blæða, rétt eins og alvöru nautakjöt, hefur aukist mikið vestanhafs og verður meira framboð af þessum mat núna í veislum í Bandaríkjunum í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna en nokkru sinni fyrr. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um málið.

Þá hefur sala á áfengi dregist saman vestanhafs því yngri kynslóðir, sem eru mun meðvitaðri um ímynd sína vegna tilkomu samfélagsmiðla, vilja síður neyta þess.

Sala á grænmetiskjöti jókst um ellefu prósent í Bandaríkjunum milli áranna 2017 og 2018. Þrátt fyrir aukna sölu á veganfæði er ennþá miklu meira selt af hefðbundnum hamborgurum og pylsum. Í vikunni fyrir 4. júlí í fyrra keyptu Bandaríkjamenn hamborgara og pyslur fyrir 874 milljónir dollara en grænmetispylsur og borgara fyrir 325 milljónir dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×