Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 23:03 Aþena, lendingarfar Intuitive Machines, er tilbúið á skotpalli í Kennedy-miðstöðinni í Flórída. NASA Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld. Var það einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lenti fari á tunglinu. Það geimfar hét Ódysseifur en virkaði í einungis nokkra daga sökum þess að það lenti með um þrjátíu gráðu halla. Sjá einnig: Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Lendingarfarið sem sent verður af stað til tunglsins í kvöld, gangi allt eftir, ber nafnið Aþena. Ferðin til tunglsins mun taka um eina viku og stendur til að reyna að lenda því þar á fimmtudaginn í næstu viku. Aþena ber vísindabúnað sem nota á til að rannsaka yfirborð tunglsins og undirbúa mannaðar ferðir til tunglins. Bor verður notaður til að rannsaka tunglryk og hvort finna megi einhver efni i því, þar sem fari á að lenda á sléttu sem kallast Mons Mouton, nærri suðurpól tunglsins. The Moon is so close, we can taste it!New footage from @Firefly_Space shows their lunar lander's view from 60 miles (100 km) above the Moon. Blue Ghost will land at Mare Crisium, on the near side of the Moon, on March 2, no earlier than 3:34am ET (0834 UTC). pic.twitter.com/EBZyXHEerL— NASA Artemis (@NASAArtemis) February 26, 2025 Samferða Aþenu veðrur geimfarið Lunar Trailblazer frá NASA. Því geimfari er ætlað að fara á sporbraut um tunglið og á að nota það til að skrásetja ís á tunglinu. Slíkan ís má finna í gígum á tunglinu. Litlar líkur eru á því að veðrið muni koma niður á geimskotinu, sem á að eiga sér stað korter yfir tólf í nótt. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í apríl á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Upprunalega stóð til að senda geimfarana til tunglsins í nóvember en því var nýverið frestað. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað um mitt ári 2027. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Var það einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lenti fari á tunglinu. Það geimfar hét Ódysseifur en virkaði í einungis nokkra daga sökum þess að það lenti með um þrjátíu gráðu halla. Sjá einnig: Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Lendingarfarið sem sent verður af stað til tunglsins í kvöld, gangi allt eftir, ber nafnið Aþena. Ferðin til tunglsins mun taka um eina viku og stendur til að reyna að lenda því þar á fimmtudaginn í næstu viku. Aþena ber vísindabúnað sem nota á til að rannsaka yfirborð tunglsins og undirbúa mannaðar ferðir til tunglins. Bor verður notaður til að rannsaka tunglryk og hvort finna megi einhver efni i því, þar sem fari á að lenda á sléttu sem kallast Mons Mouton, nærri suðurpól tunglsins. The Moon is so close, we can taste it!New footage from @Firefly_Space shows their lunar lander's view from 60 miles (100 km) above the Moon. Blue Ghost will land at Mare Crisium, on the near side of the Moon, on March 2, no earlier than 3:34am ET (0834 UTC). pic.twitter.com/EBZyXHEerL— NASA Artemis (@NASAArtemis) February 26, 2025 Samferða Aþenu veðrur geimfarið Lunar Trailblazer frá NASA. Því geimfari er ætlað að fara á sporbraut um tunglið og á að nota það til að skrásetja ís á tunglinu. Slíkan ís má finna í gígum á tunglinu. Litlar líkur eru á því að veðrið muni koma niður á geimskotinu, sem á að eiga sér stað korter yfir tólf í nótt. Geimförunum verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í apríl á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Upprunalega stóð til að senda geimfarana til tunglsins í nóvember en því var nýverið frestað. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað um mitt ári 2027.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira