Erlent

Litlu mátti muna á flug­brautinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot af upptöku frá Midway-flugvellinum í Chicago.
Skjáskot af upptöku frá Midway-flugvellinum í Chicago.

Litlu mátti muna að farþegaþota sem verið var að lenda á Midway-flugvellinum í Chicago lenti á einkaþotu. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir farþegaþotuna en flugmenn hennar virðast hafa komið í veg fyrir stórslys með hröðum handbrögðum.

Þeim tókst að auka hraða farþegaþotunnar og hækka flugið á nýjan leik.

Um var að ræða farþegaþotu Southwest Airlines sem verið var að fljúga til Chicago frá Omaha í Nebraska. Ekki liggur fyrir enn hve margir voru um borð í flugvélinni en henni var í kjölfarið lent án vandræða.

Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna (FAA) eru með atvikið til rannsóknar, samkvæmt blaðamönnum vestanhafs.

Upptökur af samskiptum flugmanna einkaþotunnar við flugumferðarstjóra gefur til kynna að þeim hafi verið skipað að stöðva þotun áður en hún fór út á flugbrautina. Þeir virðast hafa misskilið flugmferðarstjórn og farið of langt.


Tengdar fréttir

Allir farþegarnir látnir

Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Einn sem var á jörðu niðri er látinn og minnst nítján aðrir eru slasaðir. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, sem er nú til rannsóknar.

Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu

Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað.

Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×