Boris Spassky er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 19:00 Boris Spassky (vinstri) og Bobby Fischer (hægri) í Laugardalshöllinni 1972. AP/J. Walter Green Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Spassky varð heimsmeistari árið 1969 en honum mistókst að verja titilinn í hinni víðfrægu viðureign við Robert Fischer sem fór fram í Laugardalshöllinni árið 1972. Í frétt rússnesku fréttaveitunnar Tass segir að Spassky hafi flutt til Frakklands árið 1972 en hann fékk ríkisborgararétt þar 1979 og spilaði þrisvar sinnum á heimsmeistaramóti fyrir Frakka. Eftir árið 2000 ferðaðist hann víða um Rússland og ýtti undir skákiðkun þar, opnaði skóla og hélt mót. Árið 2012 flutti hann aftur til Rússlands og fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2013. Bobby Fischer lést í Reykjavík þann 17. janúar árið 2008 og var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkjugarði við Selfoss þann 21. janúar. Tæpum tveimur mánuðum síðar, þann 11. mars árið 2008, heimsótti Spasský gröf Fischers og lagði þá blómsveig að leiði hans. Við það tækifæri spurði Spasský hvort laust pláss væri við hlið Fischers, eins og heyra má hann segja í þessari frétt Stöðvar 2 sama dag: Árið 2022 rifjaði Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, upp að Spassky hefði sagst vilja vera grafinn við hlið Fischers. Andlát Rússland Skák Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21. janúar 2008 18:55 Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Spassky varð heimsmeistari árið 1969 en honum mistókst að verja titilinn í hinni víðfrægu viðureign við Robert Fischer sem fór fram í Laugardalshöllinni árið 1972. Í frétt rússnesku fréttaveitunnar Tass segir að Spassky hafi flutt til Frakklands árið 1972 en hann fékk ríkisborgararétt þar 1979 og spilaði þrisvar sinnum á heimsmeistaramóti fyrir Frakka. Eftir árið 2000 ferðaðist hann víða um Rússland og ýtti undir skákiðkun þar, opnaði skóla og hélt mót. Árið 2012 flutti hann aftur til Rússlands og fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2013. Bobby Fischer lést í Reykjavík þann 17. janúar árið 2008 og var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkjugarði við Selfoss þann 21. janúar. Tæpum tveimur mánuðum síðar, þann 11. mars árið 2008, heimsótti Spasský gröf Fischers og lagði þá blómsveig að leiði hans. Við það tækifæri spurði Spasský hvort laust pláss væri við hlið Fischers, eins og heyra má hann segja í þessari frétt Stöðvar 2 sama dag: Árið 2022 rifjaði Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, upp að Spassky hefði sagst vilja vera grafinn við hlið Fischers.
Andlát Rússland Skák Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21. janúar 2008 18:55 Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21. janúar 2008 18:55
Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40