Erlent

Boris Spassky er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Boris Spassky (vinstri) og Bobby Fischer (hægri) í Laugardalshöllinni 1972.
Boris Spassky (vinstri) og Bobby Fischer (hægri) í Laugardalshöllinni 1972. AP/J. Walter Green

Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó.

Spassky varð heimsmeistari árið 1969 en honum mistókst að verja titilinn í hinni víðfrægu viðureign við Robert Fischer sem fór fram í Laugardalshöllinni árið 1972.

Í frétt rússnesku fréttaveitunnar Tass segir að Spasky hafi flutt til Frakklands árið 1972 en hann spilaði þrisvar sinnum á heimsmeistaramóti fyrir Frakka. Eftir árið 2000 ferðast hann víða um Rússland og ýtt undir skákiðkun þar, opnað skóla og haldið mót. Árið 2012 flutti hann aftur til Rússlands og fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2013.

Eins og frægt er varð Fischer jarðaður í Laugardælakirkjugarð þegar hann lést. Árið 2022 sagði Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, að Spassky hefði sagst vilja vera grafinn við hlið Fischer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×