Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2025 21:56 Karoline Leavitt, talskona Trumps, í Hvíta húsinu í dag við hlið skiltis sem gert var til fagnaðar þess að dómari gaf frá sér tímabundinn úrskurð um að hvíta húsið þyrfti ekki að veita AP fréttaveitunni aðgang, að svo stöddu. Hvíta húsið hefur deilt við fréttaveituna vegna þess að hún notar enn nafnið „Mexíkóflói“ yfir Mexíkóflóa en ekki „Ameríkuflói“. AP/Evan Vucci Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira