Alþjóðadagur flóttafólks Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2019 08:17 Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun