Frambjóðandi demókrata vill gera vændi löglegt í Queens Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 11:00 Tiffany Cabán nýtur stuðnings framsækinna demókrata. Tiffany Cabán Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur. Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur.
Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira