Veltir fyrir sér hvort hann þurfi að óttast um eigið öryggi eftir að hafa leikið Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 13:27 Alec Baldwin leikur Donald Trump í SNL Getty/Rosalind O'Connor Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019 Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33
Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45