Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 17:07 Dekkið var algjörlega umvafið. Haraldur Sigurðarson Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum. Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum.
Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira