Sjúkt þjóðfélag? Bryndís Schram skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Víst hef ég áður horfst í augu við hatur í mínu lífi. Manneskja sem deilir lífi og örlögum með ástríðustjórnmálamanni – hugsjónamanni sem stendur í stórræðum – kemst ekki hjá því: Skattkerfisbylting, samningurinn um EES við Evrópusambandið, frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Allt gríðarlega umdeild mál. – Og m.a.s. ég fór ekki varhluta af því. Ég man enn eftir hatursfullum andlitum, sem störðu á mig inn um eldhúsgluggann á Vesturgötunni. Sumir steyttu hnefann, köstuðu eggjum eða öðru lauslegu í gluggann. Tilefnið var „matarskatturinn“ svokallaði. Ég hef sjálf setið á stjórnmálafundum þar sem innblásnir „föðurlandsvinir“ steyttu hnefann í áttina að manni, sem þeir kölluðu ýmist landráðamann eða kvisling. Tilefnið var EES. – Og eitt í viðbót, sem ég var næstum búin að gleyma. Virtur lögmaður stóð fyrir því að þjófkenna mig. Ég var sökuð um að hafa látið fjármálaráðuneytið borga 50 ára afmæli mitt – í skjóli skjalafölsunar. Málið velktist í kerfinu meira en áratug og fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Málið vakti mikla reiði og hneykslun. Loksins, meira en heilum áratug seinna, fékkst niðurstaða frá Hæstarétti. Tilhæfulaust. Þetta var bara venjulegur pólitískur skítabissness. Ásakanirnar tóku sinn toll í skertu trausti og týndri æru. Niðurstaða Hæstaréttar þótti ekki fréttnæm, þegar hún kom öllum þessum árum seinna. Smáfrétt innan um auglýsingar á blaðsíðu 7. En það er ekki bara, að sletturnar af skítkastinu hafi líka náð til mín. Stundum hef ég líka deilt heiðrinum. Ég hef staðið við hlið mannsins, uppi á sviði, þar sem hann hefur verið sæmdur heiðursnafnbót og ausinn lofi. Lófatak þúsunda hefur glumið í eyrum mér. Þar hefur hann verið hylltur. Hann var maðurinn sem þorði að bera sannleikanum vitni, þegar aðrir þögðu. En þetta var í útlöndum. Það er enginn spámaður í sínu föðurlandi. (Og sjálfur segir maðurinn að það séu engir góðir pólitíkusar til – nema dauðir pólitíkusar). Ég leyfði mér þann munað að trúa því, að allt þetta væri að baki. Stríðinu lokið og friðsælt ævikvöld fram undan. Allt þar til yfirstandandi gerningaveður brast á. Og enn einu sinni horfist ég í augu við ásýnd hatursins. Í þetta sinn er þetta ekki bara pólitík. Ekki bara sviðsetning pólitískra mótherja, sem í hita leiksins vilja koma höggi á hættulegan andstæðing. Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna. Dóttir mín skrifar mér níðbréf og segir: „Helvíti – það eruð þið“. Systurdóttir mín, þáttastjórnandi á RÚV, segir mig „siðblinda í meðvirkni“ og að ég sé „hætt að vera sjálfstæð persóna“. Á vef mbl.is les ég það, að kona, sem ég sannanlega þekki ekki persónulega, segi, að hennar „verst geymda leyndarmál“ sé „hatur (sitt) á þeim hjónum“. Hún segir, að hún hafi á unglingsárum verið svívirt og auðmýkt heima í stofu foreldra sinna. Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur! Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál. Hún hefur veitt hatri sínu útrás. Og hún áréttar það: „Mikið hataði ég þetta „fína“ líf okkar og fólksins í því.“ Hverjir lifðu þessu „fína lífi“, sem virðist hafa eitrað líf þessarar konu þegar á unglingsárum? Þrjátíu ár í heljargreipum haturs? Upphaflega var þessi kona bara ein af ótal mörgum, sem veittu hatri sínu útrás – undir nafnleynd. Einhverjum hjá mbl.is tókst að draga hana fram í sviðsljósið. Þess vegna er hægt að svara henni. En hvað með allar hinar, sem fela sig á bak við nafnleynd? Svo lengi sem þær þora ekki að standa við orð sín, hljóta þau að teljast „dauð og ómerk“. En um leið og ég virði fyrir mér hina afskræmdu ásýnd hatursins, spyr ég sjálfa mig: Hvers vegna þessi iðandi ormagarður af hatri? Lifi ég í þjóðfélagi sem er sjúkt? Þarf þetta þjóðfélag áfallahjálp? Og hvar er hennar að leita? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Schram Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Víst hef ég áður horfst í augu við hatur í mínu lífi. Manneskja sem deilir lífi og örlögum með ástríðustjórnmálamanni – hugsjónamanni sem stendur í stórræðum – kemst ekki hjá því: Skattkerfisbylting, samningurinn um EES við Evrópusambandið, frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Allt gríðarlega umdeild mál. – Og m.a.s. ég fór ekki varhluta af því. Ég man enn eftir hatursfullum andlitum, sem störðu á mig inn um eldhúsgluggann á Vesturgötunni. Sumir steyttu hnefann, köstuðu eggjum eða öðru lauslegu í gluggann. Tilefnið var „matarskatturinn“ svokallaði. Ég hef sjálf setið á stjórnmálafundum þar sem innblásnir „föðurlandsvinir“ steyttu hnefann í áttina að manni, sem þeir kölluðu ýmist landráðamann eða kvisling. Tilefnið var EES. – Og eitt í viðbót, sem ég var næstum búin að gleyma. Virtur lögmaður stóð fyrir því að þjófkenna mig. Ég var sökuð um að hafa látið fjármálaráðuneytið borga 50 ára afmæli mitt – í skjóli skjalafölsunar. Málið velktist í kerfinu meira en áratug og fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Málið vakti mikla reiði og hneykslun. Loksins, meira en heilum áratug seinna, fékkst niðurstaða frá Hæstarétti. Tilhæfulaust. Þetta var bara venjulegur pólitískur skítabissness. Ásakanirnar tóku sinn toll í skertu trausti og týndri æru. Niðurstaða Hæstaréttar þótti ekki fréttnæm, þegar hún kom öllum þessum árum seinna. Smáfrétt innan um auglýsingar á blaðsíðu 7. En það er ekki bara, að sletturnar af skítkastinu hafi líka náð til mín. Stundum hef ég líka deilt heiðrinum. Ég hef staðið við hlið mannsins, uppi á sviði, þar sem hann hefur verið sæmdur heiðursnafnbót og ausinn lofi. Lófatak þúsunda hefur glumið í eyrum mér. Þar hefur hann verið hylltur. Hann var maðurinn sem þorði að bera sannleikanum vitni, þegar aðrir þögðu. En þetta var í útlöndum. Það er enginn spámaður í sínu föðurlandi. (Og sjálfur segir maðurinn að það séu engir góðir pólitíkusar til – nema dauðir pólitíkusar). Ég leyfði mér þann munað að trúa því, að allt þetta væri að baki. Stríðinu lokið og friðsælt ævikvöld fram undan. Allt þar til yfirstandandi gerningaveður brast á. Og enn einu sinni horfist ég í augu við ásýnd hatursins. Í þetta sinn er þetta ekki bara pólitík. Ekki bara sviðsetning pólitískra mótherja, sem í hita leiksins vilja koma höggi á hættulegan andstæðing. Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna. Dóttir mín skrifar mér níðbréf og segir: „Helvíti – það eruð þið“. Systurdóttir mín, þáttastjórnandi á RÚV, segir mig „siðblinda í meðvirkni“ og að ég sé „hætt að vera sjálfstæð persóna“. Á vef mbl.is les ég það, að kona, sem ég sannanlega þekki ekki persónulega, segi, að hennar „verst geymda leyndarmál“ sé „hatur (sitt) á þeim hjónum“. Hún segir, að hún hafi á unglingsárum verið svívirt og auðmýkt heima í stofu foreldra sinna. Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur! Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál. Hún hefur veitt hatri sínu útrás. Og hún áréttar það: „Mikið hataði ég þetta „fína“ líf okkar og fólksins í því.“ Hverjir lifðu þessu „fína lífi“, sem virðist hafa eitrað líf þessarar konu þegar á unglingsárum? Þrjátíu ár í heljargreipum haturs? Upphaflega var þessi kona bara ein af ótal mörgum, sem veittu hatri sínu útrás – undir nafnleynd. Einhverjum hjá mbl.is tókst að draga hana fram í sviðsljósið. Þess vegna er hægt að svara henni. En hvað með allar hinar, sem fela sig á bak við nafnleynd? Svo lengi sem þær þora ekki að standa við orð sín, hljóta þau að teljast „dauð og ómerk“. En um leið og ég virði fyrir mér hina afskræmdu ásýnd hatursins, spyr ég sjálfa mig: Hvers vegna þessi iðandi ormagarður af hatri? Lifi ég í þjóðfélagi sem er sjúkt? Þarf þetta þjóðfélag áfallahjálp? Og hvar er hennar að leita?
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun