Hundruð milljóna í búgrein, sem aðrir banna!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. janúar 2019 09:04 Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og er oft farið heiftarlega með þau í sláturhúsum og flutningi þangað. Koma þau stundum nær dauða en lífi þar að; fótbrotin, lemstruð og limlest. Kunnugur maður sagði: „Ef sláturhús hefðu glerveggi, og ef eymdar- og kvalaróp dýranna heyrðust út, væri löngu búið að loka þeim öllum“. Einna verst allra búgreina, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað og tekið með í reikninginn frá byrjun. Hér eru einkum haldnir minkar. Við náttúrulegar aðstæður þurfa þeir lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þeir geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetabúr, 30 x 60-70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti slagar upp í lengd búranna. Fætur hvíla lengst af á járnvírum, 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn. Hann hrúast svo oft upp undir búrum og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þegar hvolpar eru 6 mánaða, skal slátra. Þeim er þá troðið inn í lokaðan kassa og útblástur dráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir af gaseitrun. Minkar kunna að kafa, geta haldið niðri í sér anda, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð. Fyrir mér er óskiljanlegt, að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræðilegu iðju fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Vart velvild til dýranna eða væntumþykja. Í flestum atvinnurekstri er það svo, að afkoma sveiflast, og verða atvinnurekendur, sem vilja komast af til langframa, að safna í sarpinn í feitu árunum, til að komast í gegnum þau mögru. Þetta lögmál gildir um flest fyrirtæki landsins, en einhvern veginn hafa bændur komizt upp með það, að, ef illa áraði og afkoma versnaði, þá gætu þeir bara snúið sér til ríkisins og fengið úrlausn á sínum fjárhagsvanda þar; úr sjóðum almennings. Nú eru þeir 13 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fara fram á 300 milljónir úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur, en þetta jafngildir því, að allar fjölskyldur landsins leggi þessum loðdýrabændum til 3.000 krónur hver. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir, eins og menn vita, þó að slíkt komi lítið fram í fari hans, vill gjarnan skoða, hvort ekki mætti fá Byggðastofnun í þetta? Hann er ráðherra byggðamála. Kristján Þór, landbúnaðarráðherra, vitnar hins vegar í , „að engar fjárheimildir séu í fjárlögum, sem hægt sé að grípa til“. Framsóknarmenn setja auðvitað ekki slíkt smáræði fyrir sig, en vonandi gerir Kristján Þór það í reynd, ekki bara af skorti á fjárheimildum, heldur vegna siðferðis síns og skilnings á því, að þessu heiftarlega dýraníði verður að linna. Vil ég trúa honum til þess. Vonandi kemur forsætisráðherra að málinu með sama hætti, en mál er til komið, að hún og VG fari að sýna, af hverju þau kenna sig við grænt. Ekkert hefur sést mikið til þess enn. Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna eða eru að banna loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Masedóníu, Sviss (almenn mjög ströng dýraverndurlög, sem fyrirbyggja svona dýraníð), Tékkland frá 2019, Þýzkaland frá 2022, Holland frá 2024 og Noregur frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Það væri auðvitað fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, ef þau færu að styrkja búgrein, sem allir aðrir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Allir helztu fatahönnuður og –framleiðendur hins vestræna heims eru líka búnir að setja bann á og útiloka náttúrulega loðfeldi í sinni hönnun og framleiðslu. Má þar nefna Armani, Calvin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kohrs, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Versace og Vivienne Westwood. Fyrir utan dýraníðið, virðist því frekari fjárfesting í loðdýrarækt vafasöm eða glórulaus.Höfundur er stofnandi Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og er oft farið heiftarlega með þau í sláturhúsum og flutningi þangað. Koma þau stundum nær dauða en lífi þar að; fótbrotin, lemstruð og limlest. Kunnugur maður sagði: „Ef sláturhús hefðu glerveggi, og ef eymdar- og kvalaróp dýranna heyrðust út, væri löngu búið að loka þeim öllum“. Einna verst allra búgreina, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað og tekið með í reikninginn frá byrjun. Hér eru einkum haldnir minkar. Við náttúrulegar aðstæður þurfa þeir lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þeir geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetabúr, 30 x 60-70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti slagar upp í lengd búranna. Fætur hvíla lengst af á járnvírum, 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn. Hann hrúast svo oft upp undir búrum og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þegar hvolpar eru 6 mánaða, skal slátra. Þeim er þá troðið inn í lokaðan kassa og útblástur dráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir af gaseitrun. Minkar kunna að kafa, geta haldið niðri í sér anda, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð. Fyrir mér er óskiljanlegt, að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræðilegu iðju fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Vart velvild til dýranna eða væntumþykja. Í flestum atvinnurekstri er það svo, að afkoma sveiflast, og verða atvinnurekendur, sem vilja komast af til langframa, að safna í sarpinn í feitu árunum, til að komast í gegnum þau mögru. Þetta lögmál gildir um flest fyrirtæki landsins, en einhvern veginn hafa bændur komizt upp með það, að, ef illa áraði og afkoma versnaði, þá gætu þeir bara snúið sér til ríkisins og fengið úrlausn á sínum fjárhagsvanda þar; úr sjóðum almennings. Nú eru þeir 13 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fara fram á 300 milljónir úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur, en þetta jafngildir því, að allar fjölskyldur landsins leggi þessum loðdýrabændum til 3.000 krónur hver. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir, eins og menn vita, þó að slíkt komi lítið fram í fari hans, vill gjarnan skoða, hvort ekki mætti fá Byggðastofnun í þetta? Hann er ráðherra byggðamála. Kristján Þór, landbúnaðarráðherra, vitnar hins vegar í , „að engar fjárheimildir séu í fjárlögum, sem hægt sé að grípa til“. Framsóknarmenn setja auðvitað ekki slíkt smáræði fyrir sig, en vonandi gerir Kristján Þór það í reynd, ekki bara af skorti á fjárheimildum, heldur vegna siðferðis síns og skilnings á því, að þessu heiftarlega dýraníði verður að linna. Vil ég trúa honum til þess. Vonandi kemur forsætisráðherra að málinu með sama hætti, en mál er til komið, að hún og VG fari að sýna, af hverju þau kenna sig við grænt. Ekkert hefur sést mikið til þess enn. Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna eða eru að banna loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Masedóníu, Sviss (almenn mjög ströng dýraverndurlög, sem fyrirbyggja svona dýraníð), Tékkland frá 2019, Þýzkaland frá 2022, Holland frá 2024 og Noregur frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Það væri auðvitað fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, ef þau færu að styrkja búgrein, sem allir aðrir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Allir helztu fatahönnuður og –framleiðendur hins vestræna heims eru líka búnir að setja bann á og útiloka náttúrulega loðfeldi í sinni hönnun og framleiðslu. Má þar nefna Armani, Calvin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kohrs, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Versace og Vivienne Westwood. Fyrir utan dýraníðið, virðist því frekari fjárfesting í loðdýrarækt vafasöm eða glórulaus.Höfundur er stofnandi Jarðarvina.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun