Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 20:00 Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún. Flugeldar Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún.
Flugeldar Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira