Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 20:00 Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún. Flugeldar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún.
Flugeldar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira