Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 16:42 Gauti Kristmannsson er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningadeilda Háskóla Íslands. Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. „Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“, skrifar Gauti Kristmannsson í aðsendri grein á Vísi. Þar vísar hann í drög að frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra þar sem breyta á dvalarleyfisveitingum og færa málaflokkinn undir Útlendingastofnun. Í rökstuðningi fullyrðir ráðuneytið að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Hann telur að um „ódýrt lýðskrum“ sé að ræða. Dvalarleyfi námsmanna séu nú þegar háð ströngum skilyrðum og bendir hann á að erlendir nemendur skili betur sínum einingum heldur en innfæddir nemendur. Gauti bendir einnig á að Íslendingar séu sjálfir duglegir að flytja erlendis til að stunda nám og fór hann sjálfur bæði til Bretlands og Þýskalands. Of mikil fyrirhöfn að læra íslensku af annarlegum hvötum Gauti telur að um alvarlega hugmyndafræði sé að ræða þar sem nemendum frá ákveðnum löndum, til dæmis Nígeríu, Gana og Pakistan, sé stillt upp sem vandamálið án þess að tekið er tillit til fólks sem kemur frá öðrum löndum. „Af orðræðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum,“ segir Gauti. Vissulega hafi skólanum borist fleiri umsóknir í ár heldur en áður en fæstar þeirra hafi náð í gegn. Þeir sem stóðust allar kröfur stundi nú nám við skólann undir leiðsögn afbragðskennara sem kenna meðal annars íslensku. „Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil.“ „Hrein mannvonska“ Gauti segir samfélagslega umræðu um útlendinga hafa tekið á sig „ljótar lýðskrumsmyndir“ sem flokkar sem kenni sig við frjálslyndi „éti hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi.“ „Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í,“ segir Gauti. Að auki er sífelldur ferðamannastraumur til landsins sem Gauti telur hafa leitt til óþols fólks gagnvart útlendingum. Hann leiðbeinir þeim sem finna fyrir slíku óþoli að láta af fyrirhuguðum útlandaferðum í stað þess að nota námsmenn og flóttafólk sem prómill af öllum skaranum. Hann segir það í „hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hreina mannvonsku.“ Háskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
„Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“, skrifar Gauti Kristmannsson í aðsendri grein á Vísi. Þar vísar hann í drög að frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra þar sem breyta á dvalarleyfisveitingum og færa málaflokkinn undir Útlendingastofnun. Í rökstuðningi fullyrðir ráðuneytið að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Hann telur að um „ódýrt lýðskrum“ sé að ræða. Dvalarleyfi námsmanna séu nú þegar háð ströngum skilyrðum og bendir hann á að erlendir nemendur skili betur sínum einingum heldur en innfæddir nemendur. Gauti bendir einnig á að Íslendingar séu sjálfir duglegir að flytja erlendis til að stunda nám og fór hann sjálfur bæði til Bretlands og Þýskalands. Of mikil fyrirhöfn að læra íslensku af annarlegum hvötum Gauti telur að um alvarlega hugmyndafræði sé að ræða þar sem nemendum frá ákveðnum löndum, til dæmis Nígeríu, Gana og Pakistan, sé stillt upp sem vandamálið án þess að tekið er tillit til fólks sem kemur frá öðrum löndum. „Af orðræðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum,“ segir Gauti. Vissulega hafi skólanum borist fleiri umsóknir í ár heldur en áður en fæstar þeirra hafi náð í gegn. Þeir sem stóðust allar kröfur stundi nú nám við skólann undir leiðsögn afbragðskennara sem kenna meðal annars íslensku. „Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil.“ „Hrein mannvonska“ Gauti segir samfélagslega umræðu um útlendinga hafa tekið á sig „ljótar lýðskrumsmyndir“ sem flokkar sem kenni sig við frjálslyndi „éti hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi.“ „Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í,“ segir Gauti. Að auki er sífelldur ferðamannastraumur til landsins sem Gauti telur hafa leitt til óþols fólks gagnvart útlendingum. Hann leiðbeinir þeim sem finna fyrir slíku óþoli að láta af fyrirhuguðum útlandaferðum í stað þess að nota námsmenn og flóttafólk sem prómill af öllum skaranum. Hann segir það í „hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hreina mannvonsku.“
Háskólar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira