„Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2025 13:41 G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni, og Hjalti J. Guðmundsson, hjá Reykjavíkurborg, segja unnið að því að greina hvað hafi farið úrskeiðis við mokstur og hálkuvarnir þennan mikla snjódag við lok síðasta mánaðar. Samsett Reykjavíkurborg og Vegagerðin vinna nú að því að rótargreina það ástand sem kom til í þarsíðustu viku þegar um 40 sentímetrum af snjó kyngdi niður á rúmum sólarhring á suðvesturhorni landsins. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu hjá Vegagerðinni, er ekki viss um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi en segir Vegagerðina alltaf vilja gera betur. Í snjókomunni í lok október var slegið nýtt snjódýptarmet í október hjá Veðurstofunni þegar snjódýptin var mæld 40 sentímetrar á Bústaðavegi við skrifstofu Veðurstofunnar. Daginn áður hafði sama met verið slegið þegar snjódýptin mældist 27 sentímetrar um morguninn. Í kjölfar snjókomunnar var afar erfið staða í umferðinni um allt höfuðborgarsvæðið vegna vanbúinna bíla og vegna þess að snjómokstur tafðist vegna umferðar víða. Sjá einnig: Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Eftir mestu umferðina höfðu víða á stofnvegum og húsagötum myndast þykkir klakabunkar sem gerðu ökumönnum afar erfitt fyrir. Gottlieb Konráðsson, eða Gotti mokari, sagði í viðtali við Bítið á Bylgjunni fyrir um viku síðan að mikil saltnotkun gerði moksturinn erfiðari. Einar segist hafa hugsað mikið um það hvort að Vegagerðin hefði getað gert eitthvað öðruvísi til að koma í veg fyrir að klakabunkar mynduðust á götum á höfuðborgarsvæðinu en telur að í raun hafi verið hægt að gera lítið. Hann segist ekki geta tekið undir orð Gottlieb Konráðssonar, snjómokstursmanns, í Bítinu í síðustu viku um að of mikið salt hafi verið notað á göturnar og þess vegna hafi klakabunkarnir myndast. Saltnotkun hátæknivísindi „Þetta er hátæknigrein, notkun á salti,“ segir Einar og að þegar þjónustustigið sé eins hátt og það er á höfuðborgarsvæðinu á umferðarmestu vegunum séu fyrirbyggjandi hálkuvarnir bestar. Vegagerðin reyni eftir bestu getu að beita slíkum vörnum. „Það þýðir að geta saltað eða hálkuvarið áður en snjókoman fellur. Korteri fyrir úrkomu. Það er best.“ Hann útskýrir að við mikla umferð þeytist saltið af akbraut en sé hægt að hitta þannig á að saltið sé sett á um korter eða hálftíma áður en umferðin þyngist þá sé hægt að undirbúa veginn þannig að snjóélið nái ekki bindingu við yfirborðið. „Á meðan á snjókomu stendur er gullinn skammtur að setja svona fimm grömm á fermetra í yfirferð. Þá er verið að skafa af og gefa smáskammt af salti á fermetra með til þess að eyðileggja bindingu snjókomu og snjóþöppun.“ Einar segir að á meðan umferðin er lítil náist vel að skafa af götum snjóinn og setja salt með. „En svo dettur umferðin á þetta og það snjóar 25 sentímetra þegar umferðin er komin og þá nær ekkert snjómoksturtæki að ná sínum hring. Það er allt fast í umferð og þá treður umferðin þetta niður. Ég er búinn að margvelta þessu fyrir mér. Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Ég bara sé það ekki,“ segir hann um snjókomuna í lok síðasta mánaðar. Magn snjókomunnar á meðan umferðin var sem mest hafi verið svo mikið og snjórinn svo blautur að hann þjappaðist vel strax. „Ég get ekki séð að það hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi nema með því að loka vegum og halda þeim snjófríum.“ Hann segir að ofan í þetta hafi komið bítandi frost, niður í átta til tíu stiga frost, sem hafi læst þessu í göturnar. „Við fáum svona atburði til að minna okkur á. Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður. Eftir svona atburð er að sjálfsögðu margt sem má gera betur og við rýnum það allt og hvað getum við bætt.“ G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir rýni í gangi hjá Vegagerðinni um aðstæðurnar sem sköpuðust í umferðinni þennan dag og að miðað sé við að ljúka þeirri rýni áður en það fer að snjóa aftur. „Hvernig við gerðum þetta,“ segir hann og að inni í því sé til dæmis verið að skoða tilraun þeirra til að losa klakabunka áður en það hlýnaði daginn eftir, til að koma í veg fyrir flughálku. „Við fórum með gröfur á klakann sem við vissum ekki hvernig myndi takast en það gekk mjög vel,“ segir Pétur en að Vegagerðin hafi þó fengið kvartanir vegna hávaða við vinnuna sem truflaði svefn. Pétur hjá Vegagerðinni segir stefnt að því að ljúka rýni fyrir næstu snjókomu. Vísir/Einar Óvenjulegt ástand Hann á von á því að rýnin taki einhvern tíma en miðað sé við að ljúka henni fyrir næstu snjókomu. „Þetta var auðvitað mjög óvenjulegt ástand því það snjóaði svo mikið og yfir allan daginn, og umferðin var nánast stopp. Tækin komust ekki að til að hreinsa,“ segir hann og að það verði allt gert til að reyna að koma í veg fyrir að þetta ástand skapist aftur. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Reykjavíkur, tekur í sama streng og segist telja að það sem gerðist hafi verið að göturnar hafi verið ruddar en snjókoman hélt áfram. Áður en snjókomutækin komu aftur þjöppuðu bílarnir í umferðinni snjónum og saltið náði þá ekki að vinna á snjónum. „Og því fór sem fór,“ segir Hjalti. „Það snjóaði í tuttugu klukkutíma, gatan var rudd og eftir hálftíma voru komnir einhverjir sentímetrar ofan á og við ekki með vél aftur á sömu flöt strax og bílar að þjappa snjónum. Þá gerist svona.“ Hjalti segir ýmislegt hafa farið úrskeiðis og nú sé unnið að því að rótargreina það til að koma í veg fyrir að sömu mistök verði gerð aftur. Vísir/Sigurjón Hann segir unnið að því að rótargreina það sem gerðist í þeim tilgangi að komast að því hvað sé hægt að gera betur í svona ástandi. Hann telur það ástand sem skapaðist ekki hafa verið óumflýjanlegt, ýmislegt hafi farið úrskeiðis. „Aðstæðurnar voru vissulega mjög erfiðar en það má alltaf gera betur í öllu. Hver einasta reynsla sem maður lærir af og gerir betur næst. En vissulega voru þetta óhefðbundnar aðstæður,“ segir hann. Með því að rótargreina ætli þau að greina mistökin og reyna að gera betur. „Kjarni málsins er sá að vetrarþjónusta er tvö verkefni í grunninn, annars vegar að snjóhreinsa með einhverjum hætti og annars vegar að hálkuverja. Þetta eru tvö aðskilin verkefni í raun og veru. Það er hægt að beita ólíkum aðferðum en eru bæði hátæknileg verkefni.“ Gatnakerfið 1.250 kílómetrar Svo segir Hjalti tæknina eitt og svo skipulagið annað. Það sé fast skipulag á þjónustunni og allir meðvitaðir um að það séu miklir hagsmunir undir. Gatnakerfið í Reykjavík sem þarf að sinna eru um 1.250 kílómetrar. „Sem þarf að ryðja í einni umferð,“ segir hann og að auk þess sé stígakerfið, götu- og hjólastigar, um 870 kílómetrar. Um 550 af þeim séu í forgangi og um 400 í þjónustuflokki 1 og 2. „Það er leiðin til Akureyrar.“ Hann telur að á stígakerfinu séu um 17 vélar að vinna hverju sinni og á gatnakerfinu sjö til átta stórar vélar á stofnbrautum og svo 15 til 20 á húsagötum. „Þetta er enginn smá floti þegar allt er í gangi. Enda verkefnið stórt og flókið líka. Þetta er ekkert bara að fara út að koma. Þetta er miklu tæknilegra og skipulegshæfara verkefni en það.“ En fólk er kannski ekkert að hugsa um það og vill bara komast leiðar sinnar? „Að sjálfsögðu, það er kjarni málsins og fólk vill bara komast frá A til B og kemur í raun ekkert við hvernig er unnið, en það er okkar að skipuleggja það og gera það tæknilega og fjárhagslega eins vel og við getum.“ Snjómokstur Veður Færð á vegum Umferð Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í snjókomunni í lok október var slegið nýtt snjódýptarmet í október hjá Veðurstofunni þegar snjódýptin var mæld 40 sentímetrar á Bústaðavegi við skrifstofu Veðurstofunnar. Daginn áður hafði sama met verið slegið þegar snjódýptin mældist 27 sentímetrar um morguninn. Í kjölfar snjókomunnar var afar erfið staða í umferðinni um allt höfuðborgarsvæðið vegna vanbúinna bíla og vegna þess að snjómokstur tafðist vegna umferðar víða. Sjá einnig: Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Eftir mestu umferðina höfðu víða á stofnvegum og húsagötum myndast þykkir klakabunkar sem gerðu ökumönnum afar erfitt fyrir. Gottlieb Konráðsson, eða Gotti mokari, sagði í viðtali við Bítið á Bylgjunni fyrir um viku síðan að mikil saltnotkun gerði moksturinn erfiðari. Einar segist hafa hugsað mikið um það hvort að Vegagerðin hefði getað gert eitthvað öðruvísi til að koma í veg fyrir að klakabunkar mynduðust á götum á höfuðborgarsvæðinu en telur að í raun hafi verið hægt að gera lítið. Hann segist ekki geta tekið undir orð Gottlieb Konráðssonar, snjómokstursmanns, í Bítinu í síðustu viku um að of mikið salt hafi verið notað á göturnar og þess vegna hafi klakabunkarnir myndast. Saltnotkun hátæknivísindi „Þetta er hátæknigrein, notkun á salti,“ segir Einar og að þegar þjónustustigið sé eins hátt og það er á höfuðborgarsvæðinu á umferðarmestu vegunum séu fyrirbyggjandi hálkuvarnir bestar. Vegagerðin reyni eftir bestu getu að beita slíkum vörnum. „Það þýðir að geta saltað eða hálkuvarið áður en snjókoman fellur. Korteri fyrir úrkomu. Það er best.“ Hann útskýrir að við mikla umferð þeytist saltið af akbraut en sé hægt að hitta þannig á að saltið sé sett á um korter eða hálftíma áður en umferðin þyngist þá sé hægt að undirbúa veginn þannig að snjóélið nái ekki bindingu við yfirborðið. „Á meðan á snjókomu stendur er gullinn skammtur að setja svona fimm grömm á fermetra í yfirferð. Þá er verið að skafa af og gefa smáskammt af salti á fermetra með til þess að eyðileggja bindingu snjókomu og snjóþöppun.“ Einar segir að á meðan umferðin er lítil náist vel að skafa af götum snjóinn og setja salt með. „En svo dettur umferðin á þetta og það snjóar 25 sentímetra þegar umferðin er komin og þá nær ekkert snjómoksturtæki að ná sínum hring. Það er allt fast í umferð og þá treður umferðin þetta niður. Ég er búinn að margvelta þessu fyrir mér. Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Ég bara sé það ekki,“ segir hann um snjókomuna í lok síðasta mánaðar. Magn snjókomunnar á meðan umferðin var sem mest hafi verið svo mikið og snjórinn svo blautur að hann þjappaðist vel strax. „Ég get ekki séð að það hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi nema með því að loka vegum og halda þeim snjófríum.“ Hann segir að ofan í þetta hafi komið bítandi frost, niður í átta til tíu stiga frost, sem hafi læst þessu í göturnar. „Við fáum svona atburði til að minna okkur á. Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður. Eftir svona atburð er að sjálfsögðu margt sem má gera betur og við rýnum það allt og hvað getum við bætt.“ G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir rýni í gangi hjá Vegagerðinni um aðstæðurnar sem sköpuðust í umferðinni þennan dag og að miðað sé við að ljúka þeirri rýni áður en það fer að snjóa aftur. „Hvernig við gerðum þetta,“ segir hann og að inni í því sé til dæmis verið að skoða tilraun þeirra til að losa klakabunka áður en það hlýnaði daginn eftir, til að koma í veg fyrir flughálku. „Við fórum með gröfur á klakann sem við vissum ekki hvernig myndi takast en það gekk mjög vel,“ segir Pétur en að Vegagerðin hafi þó fengið kvartanir vegna hávaða við vinnuna sem truflaði svefn. Pétur hjá Vegagerðinni segir stefnt að því að ljúka rýni fyrir næstu snjókomu. Vísir/Einar Óvenjulegt ástand Hann á von á því að rýnin taki einhvern tíma en miðað sé við að ljúka henni fyrir næstu snjókomu. „Þetta var auðvitað mjög óvenjulegt ástand því það snjóaði svo mikið og yfir allan daginn, og umferðin var nánast stopp. Tækin komust ekki að til að hreinsa,“ segir hann og að það verði allt gert til að reyna að koma í veg fyrir að þetta ástand skapist aftur. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Reykjavíkur, tekur í sama streng og segist telja að það sem gerðist hafi verið að göturnar hafi verið ruddar en snjókoman hélt áfram. Áður en snjókomutækin komu aftur þjöppuðu bílarnir í umferðinni snjónum og saltið náði þá ekki að vinna á snjónum. „Og því fór sem fór,“ segir Hjalti. „Það snjóaði í tuttugu klukkutíma, gatan var rudd og eftir hálftíma voru komnir einhverjir sentímetrar ofan á og við ekki með vél aftur á sömu flöt strax og bílar að þjappa snjónum. Þá gerist svona.“ Hjalti segir ýmislegt hafa farið úrskeiðis og nú sé unnið að því að rótargreina það til að koma í veg fyrir að sömu mistök verði gerð aftur. Vísir/Sigurjón Hann segir unnið að því að rótargreina það sem gerðist í þeim tilgangi að komast að því hvað sé hægt að gera betur í svona ástandi. Hann telur það ástand sem skapaðist ekki hafa verið óumflýjanlegt, ýmislegt hafi farið úrskeiðis. „Aðstæðurnar voru vissulega mjög erfiðar en það má alltaf gera betur í öllu. Hver einasta reynsla sem maður lærir af og gerir betur næst. En vissulega voru þetta óhefðbundnar aðstæður,“ segir hann. Með því að rótargreina ætli þau að greina mistökin og reyna að gera betur. „Kjarni málsins er sá að vetrarþjónusta er tvö verkefni í grunninn, annars vegar að snjóhreinsa með einhverjum hætti og annars vegar að hálkuverja. Þetta eru tvö aðskilin verkefni í raun og veru. Það er hægt að beita ólíkum aðferðum en eru bæði hátæknileg verkefni.“ Gatnakerfið 1.250 kílómetrar Svo segir Hjalti tæknina eitt og svo skipulagið annað. Það sé fast skipulag á þjónustunni og allir meðvitaðir um að það séu miklir hagsmunir undir. Gatnakerfið í Reykjavík sem þarf að sinna eru um 1.250 kílómetrar. „Sem þarf að ryðja í einni umferð,“ segir hann og að auk þess sé stígakerfið, götu- og hjólastigar, um 870 kílómetrar. Um 550 af þeim séu í forgangi og um 400 í þjónustuflokki 1 og 2. „Það er leiðin til Akureyrar.“ Hann telur að á stígakerfinu séu um 17 vélar að vinna hverju sinni og á gatnakerfinu sjö til átta stórar vélar á stofnbrautum og svo 15 til 20 á húsagötum. „Þetta er enginn smá floti þegar allt er í gangi. Enda verkefnið stórt og flókið líka. Þetta er ekkert bara að fara út að koma. Þetta er miklu tæknilegra og skipulegshæfara verkefni en það.“ En fólk er kannski ekkert að hugsa um það og vill bara komast leiðar sinnar? „Að sjálfsögðu, það er kjarni málsins og fólk vill bara komast frá A til B og kemur í raun ekkert við hvernig er unnið, en það er okkar að skipuleggja það og gera það tæknilega og fjárhagslega eins vel og við getum.“
Snjómokstur Veður Færð á vegum Umferð Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira