Veldur miklum áhyggjum hversu mikið af ungu fólki leitar í starfsendurhæfingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:00 Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. vísir/hanna Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45