Sendiherra til sölu Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar