Ástandið grafalvarlegt í Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2018 06:45 Heilbrigðisstarfsfólk að störfum í Bunia í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira