Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2025 06:59 Fullorðnir einstaklingar innan 764 veiða börn og ungmenni í net sitt á veraldarvefnum og hvetja þau til að skaða sjálf sig og aðra. Getty Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Sjá meira