Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2025 06:59 Fullorðnir einstaklingar innan 764 veiða börn og ungmenni í net sitt á veraldarvefnum og hvetja þau til að skaða sjálf sig og aðra. Getty Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira