Brady stöðvaði Patrick Mahomes Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2018 09:18 Brady var frábær í nótt og fagnar hér í leiknum. vísir/getty Það er aðeins eitt ósagrað lið í NFL-deildinni eftir leiki gærkvöldsins. Kansas City Chiefs tapaði sínum fyrsta leik er liðið sótti New England Patriots heim. Leikur liðanna var stórkostlegur og vannst á sparki er leiktíminn rann út. Kansas City hefur venjulega keyrt yfir andstæðinga sína í upphafi leikjanna en New England var að aldrei að fara að leyfa því að gerast. Heimamenn tóku nefnilega völdin og leiddu frá upphafi. Hið frábæra lið Kansas City kom þó til baka og komst yfir um smá tíma. Það var skammgóður vermir. Kansas jafnaði, 40-40, er þrjár mínútur voru eftir en Tom Brady, leikstjórnandi New England, stýrði liðinu og klukkunni fullkomlega á lokamínútunum. Stilti upp í einfalt vallarmark sem Gostkowski kláraði um leið og leiknum lauk. Þetta var 200. sigurleikurinn á ferli Tom Brady. Hann kastaði boltanum 340 jarda sem og fyrir einu sigurmarki. Hann kastaði engum bolta frá sér. Nýja undrabarnið í deildinni, Patrick Mahomes hjá Kansas City, var með 352 jarda og fjögur snertimörk. Hann kastaði aftur á móti tvisvar frá sér. Það var dýrt. Hér má sjá öll helstu tilþrifin í leiknum. LA Rams er þar með eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína í upphafi tímabilsins.Úrslit: New England-Kansas City 43-40 Atlanta-Tampa Bay 34-29 Cincinnati-Pittsburgh 21-28 Cleveland-LA Chargers 14-38 Houston-Buffalo 20-13 Miami-Chicago 31-28 Minnesota-Arizona 27-17 NY Jets-Indianapolis 42-34 Oakland-Seattle 3-27 Washington-Carolina 23-17 Denver-LA Rams 20-23 Dallas-Jacksonville 40-7 Tennessee-Baltimore 0-21Í nótt: Green Bay - San Francisco Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Það er aðeins eitt ósagrað lið í NFL-deildinni eftir leiki gærkvöldsins. Kansas City Chiefs tapaði sínum fyrsta leik er liðið sótti New England Patriots heim. Leikur liðanna var stórkostlegur og vannst á sparki er leiktíminn rann út. Kansas City hefur venjulega keyrt yfir andstæðinga sína í upphafi leikjanna en New England var að aldrei að fara að leyfa því að gerast. Heimamenn tóku nefnilega völdin og leiddu frá upphafi. Hið frábæra lið Kansas City kom þó til baka og komst yfir um smá tíma. Það var skammgóður vermir. Kansas jafnaði, 40-40, er þrjár mínútur voru eftir en Tom Brady, leikstjórnandi New England, stýrði liðinu og klukkunni fullkomlega á lokamínútunum. Stilti upp í einfalt vallarmark sem Gostkowski kláraði um leið og leiknum lauk. Þetta var 200. sigurleikurinn á ferli Tom Brady. Hann kastaði boltanum 340 jarda sem og fyrir einu sigurmarki. Hann kastaði engum bolta frá sér. Nýja undrabarnið í deildinni, Patrick Mahomes hjá Kansas City, var með 352 jarda og fjögur snertimörk. Hann kastaði aftur á móti tvisvar frá sér. Það var dýrt. Hér má sjá öll helstu tilþrifin í leiknum. LA Rams er þar með eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína í upphafi tímabilsins.Úrslit: New England-Kansas City 43-40 Atlanta-Tampa Bay 34-29 Cincinnati-Pittsburgh 21-28 Cleveland-LA Chargers 14-38 Houston-Buffalo 20-13 Miami-Chicago 31-28 Minnesota-Arizona 27-17 NY Jets-Indianapolis 42-34 Oakland-Seattle 3-27 Washington-Carolina 23-17 Denver-LA Rams 20-23 Dallas-Jacksonville 40-7 Tennessee-Baltimore 0-21Í nótt: Green Bay - San Francisco Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira