Brady stöðvaði Patrick Mahomes Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2018 09:18 Brady var frábær í nótt og fagnar hér í leiknum. vísir/getty Það er aðeins eitt ósagrað lið í NFL-deildinni eftir leiki gærkvöldsins. Kansas City Chiefs tapaði sínum fyrsta leik er liðið sótti New England Patriots heim. Leikur liðanna var stórkostlegur og vannst á sparki er leiktíminn rann út. Kansas City hefur venjulega keyrt yfir andstæðinga sína í upphafi leikjanna en New England var að aldrei að fara að leyfa því að gerast. Heimamenn tóku nefnilega völdin og leiddu frá upphafi. Hið frábæra lið Kansas City kom þó til baka og komst yfir um smá tíma. Það var skammgóður vermir. Kansas jafnaði, 40-40, er þrjár mínútur voru eftir en Tom Brady, leikstjórnandi New England, stýrði liðinu og klukkunni fullkomlega á lokamínútunum. Stilti upp í einfalt vallarmark sem Gostkowski kláraði um leið og leiknum lauk. Þetta var 200. sigurleikurinn á ferli Tom Brady. Hann kastaði boltanum 340 jarda sem og fyrir einu sigurmarki. Hann kastaði engum bolta frá sér. Nýja undrabarnið í deildinni, Patrick Mahomes hjá Kansas City, var með 352 jarda og fjögur snertimörk. Hann kastaði aftur á móti tvisvar frá sér. Það var dýrt. Hér má sjá öll helstu tilþrifin í leiknum. LA Rams er þar með eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína í upphafi tímabilsins.Úrslit: New England-Kansas City 43-40 Atlanta-Tampa Bay 34-29 Cincinnati-Pittsburgh 21-28 Cleveland-LA Chargers 14-38 Houston-Buffalo 20-13 Miami-Chicago 31-28 Minnesota-Arizona 27-17 NY Jets-Indianapolis 42-34 Oakland-Seattle 3-27 Washington-Carolina 23-17 Denver-LA Rams 20-23 Dallas-Jacksonville 40-7 Tennessee-Baltimore 0-21Í nótt: Green Bay - San Francisco Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Það er aðeins eitt ósagrað lið í NFL-deildinni eftir leiki gærkvöldsins. Kansas City Chiefs tapaði sínum fyrsta leik er liðið sótti New England Patriots heim. Leikur liðanna var stórkostlegur og vannst á sparki er leiktíminn rann út. Kansas City hefur venjulega keyrt yfir andstæðinga sína í upphafi leikjanna en New England var að aldrei að fara að leyfa því að gerast. Heimamenn tóku nefnilega völdin og leiddu frá upphafi. Hið frábæra lið Kansas City kom þó til baka og komst yfir um smá tíma. Það var skammgóður vermir. Kansas jafnaði, 40-40, er þrjár mínútur voru eftir en Tom Brady, leikstjórnandi New England, stýrði liðinu og klukkunni fullkomlega á lokamínútunum. Stilti upp í einfalt vallarmark sem Gostkowski kláraði um leið og leiknum lauk. Þetta var 200. sigurleikurinn á ferli Tom Brady. Hann kastaði boltanum 340 jarda sem og fyrir einu sigurmarki. Hann kastaði engum bolta frá sér. Nýja undrabarnið í deildinni, Patrick Mahomes hjá Kansas City, var með 352 jarda og fjögur snertimörk. Hann kastaði aftur á móti tvisvar frá sér. Það var dýrt. Hér má sjá öll helstu tilþrifin í leiknum. LA Rams er þar með eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína í upphafi tímabilsins.Úrslit: New England-Kansas City 43-40 Atlanta-Tampa Bay 34-29 Cincinnati-Pittsburgh 21-28 Cleveland-LA Chargers 14-38 Houston-Buffalo 20-13 Miami-Chicago 31-28 Minnesota-Arizona 27-17 NY Jets-Indianapolis 42-34 Oakland-Seattle 3-27 Washington-Carolina 23-17 Denver-LA Rams 20-23 Dallas-Jacksonville 40-7 Tennessee-Baltimore 0-21Í nótt: Green Bay - San Francisco Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira