Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 08:29 Konur í Bandaríkjunum eru ekki sáttar við Donald Trump, forseta. Getty/Andrew Harrer Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Sjá meira
Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Sjá meira