Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 08:09 Trump á fundinum í Mississippi í gær. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hæddist að vitnisburði Christine Blasey Ford fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fundi með stuðningsmönnum sínum í Mississippi í gær. Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. Blasey Ford segir Kavanaugh hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar þau voru unglingar og að hann hafi reynt að nauðga henni. Á fundinum í Mississippi hæddist Trump að vitnisburði Blasey Ford þegar hann sagði að svo virtist vera sem hún gæti ekki munað ákveðin smáatriði í tengslum við meint kynferðisofbeldi Kavanaugh. Trump sagði að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“ Þessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Fyrr í gær ítrekaði Trump stuðning sinn við Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og sagði að hann tryði því að öldungardeildin myndi samþykkja tilnefninguna. Hann sagði við blaðamenn að það væri „mjög ógnvekjandi fyrir unga menn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert mögulega ekki sekur um.“ Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hæddist að vitnisburði Christine Blasey Ford fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fundi með stuðningsmönnum sínum í Mississippi í gær. Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. Blasey Ford segir Kavanaugh hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar þau voru unglingar og að hann hafi reynt að nauðga henni. Á fundinum í Mississippi hæddist Trump að vitnisburði Blasey Ford þegar hann sagði að svo virtist vera sem hún gæti ekki munað ákveðin smáatriði í tengslum við meint kynferðisofbeldi Kavanaugh. Trump sagði að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“ Þessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Fyrr í gær ítrekaði Trump stuðning sinn við Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og sagði að hann tryði því að öldungardeildin myndi samþykkja tilnefninguna. Hann sagði við blaðamenn að það væri „mjög ógnvekjandi fyrir unga menn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert mögulega ekki sekur um.“
Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08