Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 15:03 Donald Trump hefur ítrekað látið gífuryrði flakka á Twitter og oft hafa þau komið honum í koll. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira