Setjum tappann í! Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. september 2018 07:00 Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar