Borgin okkar allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar