Tómatsósa og smjörlíki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. maí 2018 11:39 „Einstæð móðir vann tvöfalda vinnu til að geta séð börnum sínum farborða. Suma daga mátti einungis finna tómatsósu og smjörlíki í ísskáp fjölskyldunnar. Hátíðarmaturinn var pottur af hrísgrjónum.“ Einhver myndi kannski segja að slík fátækt finnist ekki á Íslandi í dag en svona er nefnilega tilvera margra íslenskra fjölskyldna. Flokkur fólksins býður nú fram í Reykjavík í fyrsta sinn. Í stefnuskrá hans er lögð höfuðáhersla á fjölskylduna sem byggir borgina og að allar fjölskyldur hafi öruggt húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Öllum, þ.á.m. börnum, öryrkjum sem og eldri borgurum skal boðið upp á meira en hrísgrjón, tómatsósu og smjörlíki eða malt og lýsi eins og dæmi eru um. Í aðdraganda síðustu kosninga lofaði Samfylkingin að byggja 3000 íbúðir. Þetta loforð hefur ekki verið efnt. Biðlistar þeirra sem sótt hafa um félaglegt húsnæði eru lengri en fyrir fjórum árum. Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. á mánuði líður skort á öllum öðrum sviðum. Þessi fjölskylda á oft ekki fyrir mat. Flokkur fólksins vill ganga til samstarfs við ríkið og umfram allt lífeyrissjóðina en hjá þeim liggja peningar fólksins. Þá á að nota til að byggja íbúðir þannig að nægt framboð verði til staðar svo húsnæðismarkaðurinn komist í eðlilegt horf. Til þess að þetta megi verða þarf vissulega lagabreytingu. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég hitt mörg börn sem líða skort. Þessi börn fara ekki varhluta af áhyggjum foreldra sinna. Fátæk börn bera sig saman við börn sem búa við betri kjör. Skilningur þeirra á erfiðleikunum byggist vissulega á þroska og aldri. Mörg spyrja af hverju eru foreldrar mínir fátækir? Mismunun og ójöfnuður laða iðulega fram tilfinningu vanmáttar og óöryggis hjá ungum börnum. Það hefur áhrif á sjálfsmat og sjálfsvirðingu barns að hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn. Þau upplifa sig á jaðrinum meðal jafningja og tekst oft ekki að samlagast jafnöldrum sínum. Tilvik eru um að fátækum börnum sé hreinlega hafnað og þeim strítt vegna fátæktar sinnar. Ég þekki af eigin raun tilfinningu vanmáttar, minnimáttarkenndar og óöryggis við það að búa við bágbornar aðstæður sem barn. Flokkur fólksins líður ekki að börn skuli þurfa að lifa í fátækt Í Reykjavík og setur málefni fjölskyldunnar efst á forgangslista sinn í komandi kosningum 26. maí. Þak yfir öll höfuð og matur á diska skal það vera. Sé grunnþörfum einstaklings ekki sinnt er varla mikils að njóta. Fólkið fyrst! Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
„Einstæð móðir vann tvöfalda vinnu til að geta séð börnum sínum farborða. Suma daga mátti einungis finna tómatsósu og smjörlíki í ísskáp fjölskyldunnar. Hátíðarmaturinn var pottur af hrísgrjónum.“ Einhver myndi kannski segja að slík fátækt finnist ekki á Íslandi í dag en svona er nefnilega tilvera margra íslenskra fjölskyldna. Flokkur fólksins býður nú fram í Reykjavík í fyrsta sinn. Í stefnuskrá hans er lögð höfuðáhersla á fjölskylduna sem byggir borgina og að allar fjölskyldur hafi öruggt húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Öllum, þ.á.m. börnum, öryrkjum sem og eldri borgurum skal boðið upp á meira en hrísgrjón, tómatsósu og smjörlíki eða malt og lýsi eins og dæmi eru um. Í aðdraganda síðustu kosninga lofaði Samfylkingin að byggja 3000 íbúðir. Þetta loforð hefur ekki verið efnt. Biðlistar þeirra sem sótt hafa um félaglegt húsnæði eru lengri en fyrir fjórum árum. Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. á mánuði líður skort á öllum öðrum sviðum. Þessi fjölskylda á oft ekki fyrir mat. Flokkur fólksins vill ganga til samstarfs við ríkið og umfram allt lífeyrissjóðina en hjá þeim liggja peningar fólksins. Þá á að nota til að byggja íbúðir þannig að nægt framboð verði til staðar svo húsnæðismarkaðurinn komist í eðlilegt horf. Til þess að þetta megi verða þarf vissulega lagabreytingu. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég hitt mörg börn sem líða skort. Þessi börn fara ekki varhluta af áhyggjum foreldra sinna. Fátæk börn bera sig saman við börn sem búa við betri kjör. Skilningur þeirra á erfiðleikunum byggist vissulega á þroska og aldri. Mörg spyrja af hverju eru foreldrar mínir fátækir? Mismunun og ójöfnuður laða iðulega fram tilfinningu vanmáttar og óöryggis hjá ungum börnum. Það hefur áhrif á sjálfsmat og sjálfsvirðingu barns að hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn. Þau upplifa sig á jaðrinum meðal jafningja og tekst oft ekki að samlagast jafnöldrum sínum. Tilvik eru um að fátækum börnum sé hreinlega hafnað og þeim strítt vegna fátæktar sinnar. Ég þekki af eigin raun tilfinningu vanmáttar, minnimáttarkenndar og óöryggis við það að búa við bágbornar aðstæður sem barn. Flokkur fólksins líður ekki að börn skuli þurfa að lifa í fátækt Í Reykjavík og setur málefni fjölskyldunnar efst á forgangslista sinn í komandi kosningum 26. maí. Þak yfir öll höfuð og matur á diska skal það vera. Sé grunnþörfum einstaklings ekki sinnt er varla mikils að njóta. Fólkið fyrst! Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun