Þetta var í fyrsta sinn sem Philadelphia Eagles liðið vinnur Super Bowl og stuðningsmennirnir voru því margir búnir að bíða ansi lengi eftir titlinum. Þeir eru líka þekktir fyrir að fagna hraustlega og skrautlega góðum árangri síns liðs.
Það var engin breyting á því núna og fréttist af stuðningsfólki Philadelphia Eagles meðal annars kveikja í bílum og hoppa upp um allt í miðbæ Philadelphia.
Leikvangurinn í Minneapolis sem hýsti Super Bowl leikinn þarf líka að ganga í gegnum ýmsar lagfæringar eftir meðferðina frá stuðningsmönnum liðanna. Meðal annars þurftu starfsmenn leikvangsins að gera við sætin á vellinum. Mörg þeirra voru brotin og einhver hreinlega horfin.
ICYMI: Eagles fan flies home with swiped U.S. Bank Stadium seat https://t.co/t2sBnI3Lnjpic.twitter.com/AS96eqahQC
— Star Tribune (@StarTribune) February 7, 2018
Það var ekki nóg fyrir hann að eiga miðann sinn til minningar um þennan sögulega leik heldur tók hann allt sætið með af vellinum. Maðurinn var hinsvegar stöðvaður í öryggiseftirlitinu og þurfti að skilja sætið eftir í Minneapolis.
Það voru kannski stór mistök hjá honum að taka sætið með í handfarangur, kannski hefði þetta sloppið með í ferðatöskunni. Hann mættir hinsvegar með sætið utan á litlu ferðatöskunni og uppátæki hans vakti mikla athygli á samfélagamiðlum vestanhafs.