Góð fyrirheit Sigurður Hannesson skrifar 1. desember 2017 07:00 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar