Ný stjórnmál Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 24. október 2017 07:00 Kosningaloforðum fylgir ákveðin mótsögn. Á einn háttinn er linnulaus eftirspurn eftir þeim. Á hinn bóginn vitum við öll að flokkar „svíkja“ þau yfirleitt, eða öllu heldur, mistekst að uppfylla þau. Samt er sífellt krafist fleiri kosningaloforða, sérstaklega í risavöxnu, flóknu málaflokkunum sem krefjast yfirlegu og raunsæis. Allir flokkar kannast við kröfur um já/nei svör við flóknum spurningum og galdralausnir á samfélagsins stærstu vandamálum. Flottastir þykja flokkarnir sem veita einföldustu svörin, því þau teljast skýrust. En einföldustu svörin eru einmitt þau hættulegustu vegna þess að þau taka ekki tillit til tveggja staðreynda: Mikilvægustu vandamálin eru jafnan þau flóknustu og enginn einn flokkur ræður einn að loknum kosningum. En það þarf auðvitað að spyrja og fá svör, þannig að hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa flokkar að gera heimavinnuna sína. Það kostar þá tíma, vinnu og glerhart, stundum sársaukafullt raunsæi. Það er ábyrgð sem skortir nær algerlega í íslenskum kosningabaráttum. En þeir þurfa líka að geta rætt tillögur sínar og hugmyndir án þess að þær séu sjálfkrafa túlkaðar sem einhvers konar „loforð“. Flokkar þekkja ekki framtíðina fyrirfram og atkvæði gera ekki frambjóðendur almáttuga. Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist, þannig að þeir þurfi einfaldlega ekki afsakanir fyrir aðgerðaleysi seinna meir. Áherslur Pírata eru það; áherslur. Í stað þess að treysta á góðar afsakanir fyrir því að geta svikið loforð með góðri samvisku seinna meir, búum við frekar undir okkar áherslur með því að gera þær einfaldlega sem raunhæfastar og sem opnastar fyrir gagnrýni og samstarfi við aðra. Þetta gerum við með því að birta opinberlega áætlanir okkar um fjármögnun áherslna okkar. Við vonum að kjósendur kunni að meta þessa tilraun og taki þátt í henni með því að ljá okkur atkvæði sitt í komandi kosningum. Höfundur er í 1. sæti Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Kosningaloforðum fylgir ákveðin mótsögn. Á einn háttinn er linnulaus eftirspurn eftir þeim. Á hinn bóginn vitum við öll að flokkar „svíkja“ þau yfirleitt, eða öllu heldur, mistekst að uppfylla þau. Samt er sífellt krafist fleiri kosningaloforða, sérstaklega í risavöxnu, flóknu málaflokkunum sem krefjast yfirlegu og raunsæis. Allir flokkar kannast við kröfur um já/nei svör við flóknum spurningum og galdralausnir á samfélagsins stærstu vandamálum. Flottastir þykja flokkarnir sem veita einföldustu svörin, því þau teljast skýrust. En einföldustu svörin eru einmitt þau hættulegustu vegna þess að þau taka ekki tillit til tveggja staðreynda: Mikilvægustu vandamálin eru jafnan þau flóknustu og enginn einn flokkur ræður einn að loknum kosningum. En það þarf auðvitað að spyrja og fá svör, þannig að hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa flokkar að gera heimavinnuna sína. Það kostar þá tíma, vinnu og glerhart, stundum sársaukafullt raunsæi. Það er ábyrgð sem skortir nær algerlega í íslenskum kosningabaráttum. En þeir þurfa líka að geta rætt tillögur sínar og hugmyndir án þess að þær séu sjálfkrafa túlkaðar sem einhvers konar „loforð“. Flokkar þekkja ekki framtíðina fyrirfram og atkvæði gera ekki frambjóðendur almáttuga. Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist, þannig að þeir þurfi einfaldlega ekki afsakanir fyrir aðgerðaleysi seinna meir. Áherslur Pírata eru það; áherslur. Í stað þess að treysta á góðar afsakanir fyrir því að geta svikið loforð með góðri samvisku seinna meir, búum við frekar undir okkar áherslur með því að gera þær einfaldlega sem raunhæfastar og sem opnastar fyrir gagnrýni og samstarfi við aðra. Þetta gerum við með því að birta opinberlega áætlanir okkar um fjármögnun áherslna okkar. Við vonum að kjósendur kunni að meta þessa tilraun og taki þátt í henni með því að ljá okkur atkvæði sitt í komandi kosningum. Höfundur er í 1. sæti Pírata í Reykjavík suður.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar