Styttri vinnuvika – eitt mikilvægasta efnahagsmál næstu missera Guðríður Arnardóttir skrifar 27. september 2017 17:17 Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun