Styttri vinnuvika – eitt mikilvægasta efnahagsmál næstu missera Guðríður Arnardóttir skrifar 27. september 2017 17:17 Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku hefur staðið yfir frá árinu 2015. Vorið 2017 var sambærilegu verkefni ýtt úr vör í samstarfi við ríkið. Rannsakað er m.a. hver áhrif styttingar vinnutímans eru á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar voru gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan var höfð óbreytt til að fá samanburð. Niðurstöður tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar hafa að öllu leyti verið jákvæðar. Styttri vinnuvika bætir andlega og líkamlega líðan starfsmanna, skammtímaveikindi lækka og starfsánægja eykst. Vinnuvika Íslendinga er umtalsvert lengri en þekkist hjá frændþjóðum okkar og eru Íslendingar nærri toppnum með lengsta vinnuviku í Evrópu. Íslendingar þurfa að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara, minni ávinningur er af hverri vinnustund sem leiðir til lakari lífskjara þar sem frítími er styttri. Venjulegur og hefðbundinn vinnudagur í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndunum, er sjö tímar. Þetta er eitt af megineinkennum hinna norrænu velferðaríkja, að hafa stutta vinnuviku. Höfuðtilgangurinn er velferð hinna vinnandi stétta, svo að fólk geti betur sinnt fjölskyldum sínum og þurfi ekki að slíta sér út í vinnu. En þetta fyrirkomulag hefur ekki síður komið sér vel fyrir atvinnurekendur; vinnuframleiðni og hagkvæmni hefur nefnilega aukist. Fólk gerir jafnmikið og stundum meira í vinnunni á sjö tímum en tíu. Minna er um skrepp, veikindi, frí, hangs og langa matartíma. Hver einstaklingur sem er frá vinnu kostar samfélagið og einstaklingur sem fer á örorku í kjölfar kulnunar í starfi eða langvarandi streitu verður ekki bara af ævitekjum það sem eftir er, heldur er það kostnaður fyrir samfélagið að framfleyta viðkomandi. Og á meðan ekkert hefur þokast áleiðis til styttri vinnuviku frá árinu 1971 eru nágrannaþjóðir okkar að stíga enn frekari skref í þá átt. Nú eru fjölmörg fyrirtæki í Svíþjóð að færa sig yfir í 6 klukkustunda vinnudag og freista þess þannig að auka framlegð starfsfólks á vinnutíma samhliða aukinni starfsánægju. Það er ekki verjandi annað en Samtök atvinnulífsins og launþegar í landinu taki höndum saman og stytti vinnuvikuna og auki þannig framlegð, þjóðartekjur og lífsgæði þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun