Birtu nektarmyndir með fréttum af fyrsta kvenkyns Doktornum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júlí 2017 12:31 Jodie Whittaker er fyrsta konan sem fer með hlutverk Doktorsins í þáttunum Doctor Who. BBC Bresku miðlarnir The Sun og Mail Online sæta nú harðri gagnrýni eftir að þeir birtu nektarmyndir af leikkonunni Jodie Whittaker með fréttum af því að hún taki við hlutverki Doktorsins í bresku þáttunum Doctor Who. Breska ríkissjónvarpið tilkynnti á sunnudaginn að Whittaker tæki fyrst kvenna við sögufrægu hlutverki Doktorsins. Báðir miðlarnir fóru yfir fyrri hlutverk Whittaker þar sem hún hefur komið nakin fram og birtu með fréttunum skjáskot af téðum nektaratriðum. Samtök leikkvenna um jafnrétti (Equal Representation for Actresses, ERA) segjast vonsvikin með umfjöllun miðlanna um Whittaker. „Við erum himinlifandi með hlutverk Jodie Whittaker sem þrettándi Doktorinn. Við erum hins vegar undrandi og vonsvikin með smættandi og óábyrga ákvörðun Daily Mail og Sun að birta greinar þar sem Jodie er sýnd í nektarsenum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.„Ögrandi fortíð“ Fyrirsögn Mail Online var „Doctor Nude!“ eða Doktor nakinn og í henni var einnig að finna myndir af karlmönnum sem hafa farið með hlutverk Doktorsins berum að ofan. Í umfjöllun The Sun var talað um „ögrandi fortíð“ Whittaker á skjánum. The Sun birti aðra aðskilda grein þar sem Whittaker var tilkynnt í hlutverkið á forsíðu sinni. Myndirnar birtust ekki í blaðinu Daily Mail, heldur einungis á vefnum.The Sun's take on Jodie Whittaker as the new Doctor is as repugnant as you might expect: "SHE STRIPPED! SHE'S GOT TITS AND SHE STRIPPED!" pic.twitter.com/69YhbnikRU— Ryan John Butcher (@ryanjohnbutcher) July 17, 2017 The Sun today publishes pictures of the new Doctor Who's breasts. I'm not sure things have shifted on their axis all that much, after all.— James O'Brien (@mrjamesob) July 17, 2017 Þetta er, sem fyrr segir, í fyrsta sinn sem kona fer með hlutverk Doktorsins. Þættirnir Doctor Who hafa verið sýndir á BBC með hléum frá árinu 1963. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er meðal þeirra sem hafa tekið fréttunum fagnandi, en samkvæmt talsmanni hennar reynir ráðherrann alltaf að horfa á jólaþáttinn af Doctor Who, sem hefð er fyrir að séu sýndir á Jóladag.Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem tilkynnt var um hinn nýja Doktor. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
Bresku miðlarnir The Sun og Mail Online sæta nú harðri gagnrýni eftir að þeir birtu nektarmyndir af leikkonunni Jodie Whittaker með fréttum af því að hún taki við hlutverki Doktorsins í bresku þáttunum Doctor Who. Breska ríkissjónvarpið tilkynnti á sunnudaginn að Whittaker tæki fyrst kvenna við sögufrægu hlutverki Doktorsins. Báðir miðlarnir fóru yfir fyrri hlutverk Whittaker þar sem hún hefur komið nakin fram og birtu með fréttunum skjáskot af téðum nektaratriðum. Samtök leikkvenna um jafnrétti (Equal Representation for Actresses, ERA) segjast vonsvikin með umfjöllun miðlanna um Whittaker. „Við erum himinlifandi með hlutverk Jodie Whittaker sem þrettándi Doktorinn. Við erum hins vegar undrandi og vonsvikin með smættandi og óábyrga ákvörðun Daily Mail og Sun að birta greinar þar sem Jodie er sýnd í nektarsenum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.„Ögrandi fortíð“ Fyrirsögn Mail Online var „Doctor Nude!“ eða Doktor nakinn og í henni var einnig að finna myndir af karlmönnum sem hafa farið með hlutverk Doktorsins berum að ofan. Í umfjöllun The Sun var talað um „ögrandi fortíð“ Whittaker á skjánum. The Sun birti aðra aðskilda grein þar sem Whittaker var tilkynnt í hlutverkið á forsíðu sinni. Myndirnar birtust ekki í blaðinu Daily Mail, heldur einungis á vefnum.The Sun's take on Jodie Whittaker as the new Doctor is as repugnant as you might expect: "SHE STRIPPED! SHE'S GOT TITS AND SHE STRIPPED!" pic.twitter.com/69YhbnikRU— Ryan John Butcher (@ryanjohnbutcher) July 17, 2017 The Sun today publishes pictures of the new Doctor Who's breasts. I'm not sure things have shifted on their axis all that much, after all.— James O'Brien (@mrjamesob) July 17, 2017 Þetta er, sem fyrr segir, í fyrsta sinn sem kona fer með hlutverk Doktorsins. Þættirnir Doctor Who hafa verið sýndir á BBC með hléum frá árinu 1963. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er meðal þeirra sem hafa tekið fréttunum fagnandi, en samkvæmt talsmanni hennar reynir ráðherrann alltaf að horfa á jólaþáttinn af Doctor Who, sem hefð er fyrir að séu sýndir á Jóladag.Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem tilkynnt var um hinn nýja Doktor.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira