Fiskikóngurinn kominn í gufuna Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2024 15:23 Kátir og komnir í gufuna. Fiskikóngnum til vinstri handar er sonur hans Ari Steinn Kristjánsson, sá fjallmyndarlegi með yfirvaraskeggið og honum til hægri handar er Birkir Rafnsson, sölustjóri. aðsend Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið. „Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda. Sund Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Sjá meira
„Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda.
Sund Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Sjá meira