Fiskikóngurinn kominn í gufuna Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2024 15:23 Kátir og komnir í gufuna. Fiskikóngnum til vinstri handar er sonur hans Ari Steinn Kristjánsson, sá fjallmyndarlegi með yfirvaraskeggið og honum til hægri handar er Birkir Rafnsson, sölustjóri. aðsend Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið. „Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda. Sund Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
„Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda.
Sund Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira