Dapurleg fjarvera Íslands Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Dagana 27. til 31.mars síðastliðinn komu 132 ríki saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til þess að hefja viðræður um gerð alþjóðasamnings sem banna myndi tilvist kjarnorkuvopna. Ísland tók ekki þátt í viðræðunum frekar en flestöll önnur Natóríki. Undirbúningur þessara viðræðna hefur staðið yfir í nokkur ár en því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt þeim áhuga. Það vakti til að mynda athygli á árinu 2015 þegar Ísland greiddi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna atkvæði gegn tillögu um slíkt bann en eftir umræðu í fjölmiðlum, í utanríkismálanefnd og á Alþingi var þeirri afstöðu breytt í hjásetu við seinni atkvæðagreiðslu. Ísland greiddi svo að lokum atkvæði gegn því að boðað væri til viðræðnanna í mars. Þótt minna sé talað um kjarnorkuvopn nú en þegar kalda stríðið stóð sem hæst er fátt sem ógnar mannkyni meira. Ríkin sem búa yfir kjarnorkusprengjum eru níu talsins og áætlað að sprengjurnar séu tæplega 15 þúsund í allt. Þær eru vissulega færri en þegar verst lét á tímum kalda stríðsins en tækniþróun hefur gert það að verkum að þær eru öflugri og hreyfanlegri en áður. Verði kjarnorkuvopnum beitt mun það alltaf leiða til hörmunga fyrir milljónir manna. Því meiri orku og fjármunum sem varið er í þróun kjarnorkuvopna, því erfiðara verður að uppræta þau og koma í veg fyrir að þeim verði að lokum beitt á nýjan leik. Það eru sár vonbrigði að íslensk stjórnvöld kjósi að fylgja kjarnorkubandalaginu Nató í þessum efnum í stað þess að skipa sér í sveit með meira en 130 þjóðum til að vinna að þessu brýna máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Dagana 27. til 31.mars síðastliðinn komu 132 ríki saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til þess að hefja viðræður um gerð alþjóðasamnings sem banna myndi tilvist kjarnorkuvopna. Ísland tók ekki þátt í viðræðunum frekar en flestöll önnur Natóríki. Undirbúningur þessara viðræðna hefur staðið yfir í nokkur ár en því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt þeim áhuga. Það vakti til að mynda athygli á árinu 2015 þegar Ísland greiddi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna atkvæði gegn tillögu um slíkt bann en eftir umræðu í fjölmiðlum, í utanríkismálanefnd og á Alþingi var þeirri afstöðu breytt í hjásetu við seinni atkvæðagreiðslu. Ísland greiddi svo að lokum atkvæði gegn því að boðað væri til viðræðnanna í mars. Þótt minna sé talað um kjarnorkuvopn nú en þegar kalda stríðið stóð sem hæst er fátt sem ógnar mannkyni meira. Ríkin sem búa yfir kjarnorkusprengjum eru níu talsins og áætlað að sprengjurnar séu tæplega 15 þúsund í allt. Þær eru vissulega færri en þegar verst lét á tímum kalda stríðsins en tækniþróun hefur gert það að verkum að þær eru öflugri og hreyfanlegri en áður. Verði kjarnorkuvopnum beitt mun það alltaf leiða til hörmunga fyrir milljónir manna. Því meiri orku og fjármunum sem varið er í þróun kjarnorkuvopna, því erfiðara verður að uppræta þau og koma í veg fyrir að þeim verði að lokum beitt á nýjan leik. Það eru sár vonbrigði að íslensk stjórnvöld kjósi að fylgja kjarnorkubandalaginu Nató í þessum efnum í stað þess að skipa sér í sveit með meira en 130 þjóðum til að vinna að þessu brýna máli.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun