Stöðugleikasjóður auðlindahagkerfisins Lilja Alfreðsdóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Verkefni okkar er að draga úr sveiflum og auka stöðugleika. Vegna smæðar hagkerfisins og tiltölulega fábreytts útflutnings, þá mun íslenska hagkerfið alltaf búa við einhverjar sveiflur. Ísland er útflutningsdrifið auðlindahagkerfi. Hagsaga okkar hefur einkennst af miklum hagsveiflum en þær gera almenningi og fyrirtækjum í landinu erfiðara fyrir að gera áætlanir um framtíðina. Stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands mun draga úr sveiflum og auka þar með stöðugleika. Slíkur sjóður kæmi í veg fyrir að uppgangur í einni útflutningsgrein skerði ekki samkeppnishæfni annarra. Þjóðir sem eru ríkar af auðlindum, líkt og Ísland, hafa sett upp svipaða sjóði í sama tilgangi. Norski olíusjóðurinn er eitt besta dæmið um slíkan sjóð. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á ársfundi Landsvirkjunar á miðvikudaginn að nýr vinnuhópur hefði verið skipaður til að leggja drög að þjóðarsjóði. Ráðherrann talar fyrir því að arðgreiðslur frá Landsvirkjun muni fjármagna sjóðinn og sem gætu verið á bilinu 10-20 ma.kr. á ári. Þetta dugar ekki til. Slíkur sjóður mun ekki auka stöðugleika eins og við öll sækjumst eftir því of langan tíma tekur að byggja upp myndarlegan höfuðstól. Stöðugleikasjóðinn á frekar að fjármagna með nokkrum leiðum. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Það myndi minnka tugmilljarða kostnað á hverju ári sem hlýst af gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í öðru lagi ættu tekjur ríkissjóðs af nýtingu auðlinda landsins, þ.e. sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu, að fara í sjóðinn. Í þriðja lagi ætti ríkissjóður að nýta tekjuafgang sinn þegar vel árar og setja í sjóðinn. Þar með myndi ríkissjóður ganga í takt við Seðlabankann og vextir gætu lækkað. Stöðugleikasjóðurinn getur gegnt lykilhlutverki í hagstjórn landsins og orðið til þess að vextir lækki með minni sveiflum og því að ríkissjóður og Seðlabanki gangi í takt. Að sama skapi á að nýta stöðugleikasjóðinn til innviðauppbyggingu þegar skórinn kreppir. Það væri til mikils að vinna ef hægt væri að auka stöðugleika í íslensku hagkerfi og nú eru kjöraðstæður til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Verkefni okkar er að draga úr sveiflum og auka stöðugleika. Vegna smæðar hagkerfisins og tiltölulega fábreytts útflutnings, þá mun íslenska hagkerfið alltaf búa við einhverjar sveiflur. Ísland er útflutningsdrifið auðlindahagkerfi. Hagsaga okkar hefur einkennst af miklum hagsveiflum en þær gera almenningi og fyrirtækjum í landinu erfiðara fyrir að gera áætlanir um framtíðina. Stofnun Stöðugleikasjóðs Íslands mun draga úr sveiflum og auka þar með stöðugleika. Slíkur sjóður kæmi í veg fyrir að uppgangur í einni útflutningsgrein skerði ekki samkeppnishæfni annarra. Þjóðir sem eru ríkar af auðlindum, líkt og Ísland, hafa sett upp svipaða sjóði í sama tilgangi. Norski olíusjóðurinn er eitt besta dæmið um slíkan sjóð. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á ársfundi Landsvirkjunar á miðvikudaginn að nýr vinnuhópur hefði verið skipaður til að leggja drög að þjóðarsjóði. Ráðherrann talar fyrir því að arðgreiðslur frá Landsvirkjun muni fjármagna sjóðinn og sem gætu verið á bilinu 10-20 ma.kr. á ári. Þetta dugar ekki til. Slíkur sjóður mun ekki auka stöðugleika eins og við öll sækjumst eftir því of langan tíma tekur að byggja upp myndarlegan höfuðstól. Stöðugleikasjóðinn á frekar að fjármagna með nokkrum leiðum. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Það myndi minnka tugmilljarða kostnað á hverju ári sem hlýst af gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Í öðru lagi ættu tekjur ríkissjóðs af nýtingu auðlinda landsins, þ.e. sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu, að fara í sjóðinn. Í þriðja lagi ætti ríkissjóður að nýta tekjuafgang sinn þegar vel árar og setja í sjóðinn. Þar með myndi ríkissjóður ganga í takt við Seðlabankann og vextir gætu lækkað. Stöðugleikasjóðurinn getur gegnt lykilhlutverki í hagstjórn landsins og orðið til þess að vextir lækki með minni sveiflum og því að ríkissjóður og Seðlabanki gangi í takt. Að sama skapi á að nýta stöðugleikasjóðinn til innviðauppbyggingu þegar skórinn kreppir. Það væri til mikils að vinna ef hægt væri að auka stöðugleika í íslensku hagkerfi og nú eru kjöraðstæður til þess.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun