Pawel segir evruna besta myntkostinn fyrir Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek. Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek.
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira