Ferðamenn og umhverfisáhrif Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Tengdar fréttir Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03 Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun