Steinvala á leiði Símonar Peres Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 07:00 Þegar ég heyrði fréttina í hebreska útvarpinu var ég á ferð rétt hjá Gaza þar sem ungmenni kasta steinvölum á móti byssukúlum hermanna. Rétt fyrir utan Tel Aviv í Ísrael gaf 93 ára gamalmenni upp öndina. Allir valdamestu menn jarðarbyggðar kipptust við, lögðu allt frá sér og stukku upp í flugvélar sínar. Með tveggja daga fyrirvara flugu þeir, langar leiðir til að votta virðingu þessum vitringi frá Austurlöndum. Viðstödd útförina voru öll helstu fyrirmenni veraldar, frá 70 þjóðlöndum, álíka margir og þegar Nelson Mandela var kvaddur. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom einnig til að kveðja. Hamas fordæmdi. Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.Stríð og uppbygging Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum. Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.Landamæri Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.Friðarverðlaun Nóbels Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.Við fyllumst reiði Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.Steinvala Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fréttina í hebreska útvarpinu var ég á ferð rétt hjá Gaza þar sem ungmenni kasta steinvölum á móti byssukúlum hermanna. Rétt fyrir utan Tel Aviv í Ísrael gaf 93 ára gamalmenni upp öndina. Allir valdamestu menn jarðarbyggðar kipptust við, lögðu allt frá sér og stukku upp í flugvélar sínar. Með tveggja daga fyrirvara flugu þeir, langar leiðir til að votta virðingu þessum vitringi frá Austurlöndum. Viðstödd útförina voru öll helstu fyrirmenni veraldar, frá 70 þjóðlöndum, álíka margir og þegar Nelson Mandela var kvaddur. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom einnig til að kveðja. Hamas fordæmdi. Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.Stríð og uppbygging Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum. Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.Landamæri Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.Friðarverðlaun Nóbels Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.Við fyllumst reiði Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.Steinvala Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun