Aukið álag á heilbrigðiskerfið vegna vaxandi ferðamennsku Hrönn Garðarsdóttir og Jón H. H. Sen skrifar 13. desember 2016 07:00 Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun